Brugg kerfið mitt

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Sælir félagar

Jæja þá er ég loksins farinn út í það að setja hitahald í suðupottinn minn
Image
Þarna er ég búinn að safna saman ýmsum hlutum
10M af 6q kapal
2* 32A tengla og kær
PID styringu og hitanema
40A SSR
25A öryggi
tengidós
nippill
5.5KW hitahald

Er búinn að setja upp 32A tengilinn og öryggið komið í aðaltöfluna
Image

Eitt sem ég er að spá í er þessi "ró" sem ég ætla að nota á hitahaldið
Image
Image
Var að spá í að stytta þetta svo að aðeins róin væri eftir, er eitthvað sem mælir gegn því að saga þetta með járnsög ?

Hérna er svo kælingin sem ég er að spá í að nota fyrir SSR
Image
kv. Jökull
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Maggi »

Gaman að þessu.

Mætti ég spyrja hvað eftirfarandi kostaði og hvar það var keypt
10M af 6q kapal
2* 32A tengla og kær
Var að spá í að stytta þetta svo að aðeins róin væri eftir, er eitthvað sem mælir gegn því að saga þetta með járnsög ?
Ef þú ert góður að saga þá er ekkert að því :) Mundu bara að oft sitja eftir litlar áfastar stálflísar sem þarf að pússa niður eða skafa. Annars er hægt að fá 1" ryðfríar rær hjá Metal í Hafnarfirði á ca 700 kall ef ég man rétt. Algjör óþarfi að eyðileggja minnkunina. Sé reyndar núna að þessi minnkun hjá þér er úr 316 stáli. Það er alls ekki auðvelt að saga svoleiðis með járnsög. Ég held þú myndir gefast upp frekar fljótt. Ég mæli með að kaupa bara nýja ró hjá Metal, Barka, Landvélum, ofl.

Svaka flott kæliplata. Hvar fékkstu hana?
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Minnir að 32A tengillinn sé á ~1600.kr og klóin á ~1000.kr í húsasmiðjunni

kæliplatan er örgjörfa kæliplata frá zalman, hægt að fá svipaðar kæliplötur í flestum tölvuverslunum
kv. Jökull
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Skipti hitanemanum út fyrir týpu sem er með hraðtengi við nemann, fór svo í íhluti í dag og keypti nokkur herpi ádrög og fléttaða skermingu til að fá smá auka vörn utanum vírinn, setti svo mini XLR tengi á hinn endann
Image

Fór einnir í Metal og fékk þar aðra ró sem hentar betur fyrir hitahaldið, splæsti einnir í riðfríann 1/2" krana, noppil og hné til að nota sem gegnum tak, þá held ég að ég sé búinn að skipta öllu út fyrir riðfrítt í pottinum
kv. Jökull
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brugg kerfið mitt

Post by hrafnkell »

Þetta er flott :)

Mini xlr tengin eru ansi þægileg, mæli sterklega með þeim. Ertu búinn að redda þér kassa fyrir stýringuna?
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Takk, nei ekki ennþá er enn að leita
kv. Jökull
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Feðgar »

Sælir, við höfum verið að pæla, hverjir eru kostir þess að nota SSR yfir hefðbundinn spólurofa?
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Spólurofi mun brenna fastur mjög fljótt ef hann er látinn rjúfa og tengja 20+A með stuttu millibili eins og PID stýring gerir, ssr hefur engar snertur sem mynda neista og brennur þar af leiðandi ekki fastur
kv. Jökull
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brugg kerfið mitt

Post by hrafnkell »

Þegar maður er með pid stýringu þá er maður venjulega með hana á 2-5sek duty cycle. Miðað við 2sek duty cycle, þá er maður að kveikja og slökkva amk 5000 sinnum í einni bruggun. Spólurofar eru venjulega gefnir upp fyrir nokkra tug þúsunda cycles, á meðan ssr mikið fleiri (óendanlega), og er mikið fljótara að slökkva/kveikja.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Feðgar »

Já þið meinið, takk fyrir það
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Allt að gerast
Image
Image
Image
Image
Image
Þarf bara nokkur raðtengi og þá kemst þetta í gang :)
kv. Jökull
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Tengja tengja tengja :)
Image
Image
Prufukeyrsla á eftir :D
kv. Jökull
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Squinchy »

Prufukeyrslan fór öll eftir óskum, frá 8°C upp í 98°C tók sirka 25 - 30 mínútur, SSR hitinn fór hæst upp í 22,9°C
kv. Jökull
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Brugg kerfið mitt

Post by sigurdur »

Mjög flott. :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brugg kerfið mitt

Post by hrafnkell »

Flott, og flottur frágangur á kassanum. Annað en víraflækjan í mínum! :D
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Brugg kerfið mitt

Post by Maggi »

Til hamingju með þetta.

Hvað hitaðir þú marga lítra af vatni?

Er það rétt skilið hjá mér að þú opnar og lokar (með snaranum) fyrir spennuna sem PID sendir frá sér inn á SSR? Þetta opnar þá fyrir straum inn á elementið og þessi uppsetning kallar ekki á spólurofa?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Brugg kerfið mitt

Post by gunnarolis »

Það er rétt. SSR kemur í staðinn fyrir spólurofann. SSR er snertilaus "spólurofi", þeas virkar eins og spólurofi nema án hreifanlegra hluta, þessvegna brennur hann ekki fastur og endist mun lengur en spólurofi.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply