Blásara / suga til að taka gufu frá suðupotti

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Blásara / suga til að taka gufu frá suðupotti

Post by gugguson »

Komið þið sælir.

Ég er að velta því fyrir mér að setja upp eitthvað einfalt kerfi til að blása gufu af suðunni út úr glugga. Ég hef verið að skoða aðeins á netinu og hérna er líst hvernig alvöru græja er smíðuð: http://theelectricbrewery.com/ventilation?page=4" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Svona tæki er hægt að panta á um $200 með flutningi, t.d. hérna: http://www.ebay.com/itm/Vortex-Powerfan ... 1e696daad1" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Veit einhver um það hvort það sé hægt að fá eitthvað sambærilegt hérna á íslandi fyrir lítinn pening? Eins þarf að smíða einhvern háf fyrir ofan pottinn og datt mér í hug að nota bara lítinn bala og gera gat á botninn og leiða þar slöngu sem þetta element er tengt. Er einhver með góðar hugmyndir fyrir mann sem kann ekkert að smíða svona dót hvernig hægt væri að redda þessu?

Kveðja,
Jói
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Blásara / suga til að taka gufu frá suðupotti

Post by sigurdur »

Ég keypti 2 svona "inline" til þess að minnka þrýstinginn á frárein frá tölvurekkum (loftþéttum með kælingu). Mig minnir að stykkið hafi kostað 10-30 þúsund, og ég fékk þetta á höfða (man ekki hvaða verslun).
Annars finn ég strax undir "duct fan" leit á ebay þennan hérna http://www.ebay.com/itm/4-DUCT-FAN-INLI ... 19cc5e2651. Ath, að þetta eru 110V eins og þessi sem þú bentir á. Þú þarft spennubreyti fyrir þetta tæki.
Þú getur leitað á ebay eftir fan booster / duct fan .. og kanski fundið 220V ódýrt dót á ebay.co.uk
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Blásara / suga til að taka gufu frá suðupotti

Post by gugguson »

Ok, flott - ég ætla að skoða að panta eitthvað svona.

Takk
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Blásara / suga til að taka gufu frá suðupotti

Post by hrafnkell »

Ég keypti svona græju eins og siggi talar um í ísloft, kostaði 18þús. Ég man ekki hvað hún dælir miklu, en það voru nokkurhundruð rúmmetrar á klst. Passar á 115mm rör. Þeir eiga margar tegundir af viftum.
Post Reply