Komið þið sælir.
Ég er að velta því fyrir mér að setja upp eitthvað einfalt kerfi til að blása gufu af suðunni út úr glugga. Ég hef verið að skoða aðeins á netinu og hérna er líst hvernig alvöru græja er smíðuð: http://theelectricbrewery.com/ventilation?page=4" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Svona tæki er hægt að panta á um $200 með flutningi, t.d. hérna: http://www.ebay.com/itm/Vortex-Powerfan ... 1e696daad1" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Veit einhver um það hvort það sé hægt að fá eitthvað sambærilegt hérna á íslandi fyrir lítinn pening? Eins þarf að smíða einhvern háf fyrir ofan pottinn og datt mér í hug að nota bara lítinn bala og gera gat á botninn og leiða þar slöngu sem þetta element er tengt. Er einhver með góðar hugmyndir fyrir mann sem kann ekkert að smíða svona dót hvernig hægt væri að redda þessu?
Kveðja,
Jói