Smá spurning varðandi Coopers Irish stout

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Proximo
Villigerill
Posts: 9
Joined: 12. Dec 2011 20:23

Smá spurning varðandi Coopers Irish stout

Post by Proximo »

Daginn öll

Ég er að prufa að búa til bjór heima, og keypti mér Coopers Irish stout kit (legg ekki í grunninn alveg strax).
Þegar ég er svo að skoða leiðbeiningarnar stendur : Recommended ing. Coopers light dry malt og 300 g dextrose.

Þar klikkaði ég, því ekki á ég til malt extract... Ef ég sleppi því, þá verður hann nú væntanlega ekki eins á bragðið og hann á að vera. En kallar það á meiri sykur? 500g? eða myndi ég bara nota þau 300?
Er að nota kornsykur ef það breytir einhverju.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Smá spurning varðandi Coopers Irish stout

Post by sigurdur »

Þú getur bætt við sykri, en bjórinn verður mjög þunnur og leiðinlegur.
Til að fá betri bjór, þá getur þú t.d. búið til 15 lítra úr dósinni og 300gr af dextrósa (kornsykri). Ég mæli frekar með því heldur en að bæta við sykri endalaust.
Post Reply