Ragnar heiti ég eins og titillinn gefur til kynna. Ég er félagi Andra Mars og einn þeirra sem villtist með honum inn á Nelson í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Hann benti mér á þetta afbragðsfína samfélag sem hér er að fæðast.
Ég hef verið að dútla við þetta með honum nú í dálítinn tíma. Er meira að segja að hlusta á nýjustu afurð okkar gerjast í rólegheitunum á meðan ég rita.
Hveitibjórsmaður mikill, Erdinger, Franziskaner, Weihenstephener, Hoegarden eða hvað sem þeir heita. Leffe er einnig í alveg sérstöku uppáhaldi og svo Moosehead þegar maður vill eitthvað ljósara og léttara. Það besta er samt náttúrulega alltaf það sem maður býr til sjálfur.
Velkomnir báðir tveir (held ég hafi gleymt að bjóða Andra formlega velkominn )... Þið verðið að smakka Freyju, nýja útspilið frá Ölvisholti, sem áhugamenn um hveitibjór. Hann er ansi skemmtilegur, finnst mér. Léttur og tær, en nokkurs konar samblanda af belgískum og þýskum hveitibjórum...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Gaman að fá þig í hópinn Ragnar. Mér líst vel á þig og er mjög sammála þínum smekk varðandi hveitibjóra. Drekk sjálfur oft Leffe og er ekki aumur yfir að fá Erdinger, Franziskaner eða sambærilegt...
Skál!
Gerjandi: Flat tire ale Þroskandi: Mjöður Smakkandi: Smje Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel Hugsandi: Gerjað malt