Einhverjir voru búnir að panta myndir af kerfinu mínu, en ég gerði betur og setti saman fljótlegt og einfalt myndband sem sýnir brot af samsetningunni (aðallega rafmagnsdót) og svo kerfið að störfum. Þetta er hrikalega einfalt kerfi, en virkar mjög vel. Ég er enn aðeins að kynnast því (bara búinn að brugga á það einu sinni), og það tekur trúlega nokkrar laganir að ná fullkomnum tökum á því, en það lofar einstaklega góðu fram að þessu.
Eftir fyrstu bruggunina sá ég hvað ég þarf að laga fyrir næsta skipti:
1. Fá mér betri slöngur (styrktar).
2. Búa til "whirlpool" return í lokið á pottinum, sem hægt verður að skipta yfirá (sturtuhausinn stíflast mjög auðveldlega þegar prótein og humlaagnir fara af stað, auk þess sem hann gagnast ekkert til að fá hringrás til að flýta fyrir kælingu), þótt væntanlega ráði dælan nú ekki við merkilegt Whirlpool. Ætti samt vonandi að flýta eitthvað fyrir kælingu, í það minnsta.
3. Útbúa hólk til að festa humlapoka í.
4. Fá mér poka fyrir meskinguna. Það er eitthvað svo leiðinlegt að skófla korni upp úr þessu stóra meskikeri, og það er ansi þungt að bera það út.
Verð að taka það fram að Sigurður var ómetanlegur í þessu, og hann á allan heiðurinn af rafmagnshliðinni þarna. Ef hann hefði ekki verið mér innan handar væri þetta ennþá bara pæling á blaði.
Annars bara nokkuð gott. Hér er svo myndbandið, fyrir áhugasama:
http://youtu.be/76LPYAuUTss