Sé að Egils gull vann sinn flokk hérna, eða "heimsmeistaratitilinn" eins og forstjórinn segir: http://www.worldbeerawards.com/2011/" onclick="window.open(this.href);return false;
Það er rosalega lítill skilgreiningarmunur á standard og premium lager.
Helsti munurinn er sá að premium lager er aðeins fyllri heldur en standard lager og hefur minna af adjuncts.
Eini aðilinn sem getur gert eitthvað úr þessu er Ölgerðin.
Ef minni mitt skjátlast ekki, þá var Thule "næst besti bjór í heimi" einhverntímann (eða var það þriðji besti..?). Ég veit ekki hvaða verðlaun það voru en þeir nýttu sér þetta í sjónvarpsauglýsingarnar ef ég man rétt.
Ég er ekki mjög mikið fyrir þessa bragðlausu lagera, en þeir sem finnast þeir góðir (þá sérstaklega Egils Gull) munu trúlega nýta sér þetta í umræðum á uppáhalds barnum sínum.
Ég verð að viðurkenna að þetta er kannski sett fram í hálfgerðri kaldhæðni. Ég vil alls ekki gera lítið úr því að Gullið er sennilega einn mest seldi bjór á Íslandi og þannig séð góð framleiðsluvara. Mér finnst hann hins vegar ekkert sérstakur og einmitt algjörlega bragðlaus, án þess að vera bragðvondur. Kannski er það stíllinn sem stefnt er að.
Það er hins vegar skondið að hann lendir í neðstu 5% á ratebeer.com. Þannig að maður spyr sig afhverju skoðanir eru svona á sitthvorum endanum, t.d. eru þessi verðlaun alveg óháð?
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
Ég er mjög lítið hrifinn af svona léttum lagerbjórum. Á hinn bóginn kann ég að meta það hversu erfitt það er að búa til svona bjór, og hvað þá að hafa svona mikið samræmi í framleiðslunni eins og hjá stóru brugghúsunum.
Að því sögðu finn ég DMS bragð (held ég - allavega aukabragð sem minnir á grænmeti) af öllu sem kemur frá Ölgerðinni. Ég held að ég sé óvenju næmur á það, allavega finn ég DMS bragð af ýmsu sem aðrir sjá ekkert athugavert við, en mér finnst þetta áberandi hjá Ölgerðinni, ekki síst í Gulli. Þess vegna finnst mér hann alls ekki góður, og kýs til dæmis Víking frekar, ef til stendur að fá sér svona bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Skil þig. En það er ekkert háll ís - ef það er DMS í bjórnum er það vegna þess að eitthvað er að klikka. Mögulega er það ekki svo og bragðlaukarnir í mér eru eitthvað skrýtnir - ég ætla ekki að fullyrða neitt. En þetta er bragð sem truflar mig, og þar af leiðandi finnst mér bjórinn ekki góður.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég verð að vera sammála Eyvindi með það að ég finn DMS bragð.
Ég man hinsvegar eftir því þegar ég vissi ekkert um bjór og vissi ekkert hvernig maður færi að því að greina lykt né bragð af bjór. Bjór var bara annað hvort góður eða vondur.
Í dag finn ég DMS lykt úr bjórnum, sem getur verið orsök of stuttrar suðu, of lítillar uppgufunar eða annarra vandamála.
DMS er æskilegt í sumum bjórum innan lagerstílsins, en ég er ekki hrifinn af því.
Ég er ekki viss um að þetta sé DMS, ég mundi frekar halda að þetta sé súlfúr/brennisteinn. Egils gerið er þekkt fyrir að gefa mikinn súlfúr að sögn bruggmeistaranna.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Hljómar ekki ósennilega. Mér fannst einmitt útilokað að bjórinn væri soðinn of stutt, en velti fyrir mér hvort gerið gæti haft eitthvað með þetta að gera. Það sem mér fannst hins vegar skrýtið var að ég fann þetta sama bragð af Jóla-Tuborg, en hann er væntanlega ekki gerjaður með sama geri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Er ekki Tuborg Jólabjórinn í fyrsta skipti (correct if wrong) bruggaður á íslandi þetta árið?
Ef svo er þá er ég nánast tilbúinn að skera af mér eyrað upp á það að hann er gerjaður með "Egils" gerinu, því það er eina gerið sem er haldið á lífi í Ölgerðinni eftir því sem ég kemst næst.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Ég hef það eftir sölustjóra Ölgerðarinnar að þetta er í það minnsta annað árið sem jóla Tuborg er bruggaður hérna heima, og bara vegna þess að hann hafði orð á því að fyrir þessi jól hefði hann fengið 5.9 í af 6 mögulegum í prófun úti, en ekki staðið sig svo vel í fyrra.
Sel það ekki dýrari en ég keypti það.
Persónulega finnst mér hann betri í ár en í fyrra, samt ekkert sérstakur. En einhvað er það þar sem hann selst upp ár eftir ár, flestum hlýtur að líka hann.
Ég er næstum 100% viss um að seinustu 2 ár hafi jóla tuborg í flöskum verið bruggaður hér, en jóla tuborg í dósum hafi verið innfluttur. Ástæðan fyrir vissu minni er að það stóð á flöskunum / dósunum Ég kunni betur við dósirnar.
Hef verið að glugga í Yeast eftir White og Zainasheff og rakst þar á umræðu um DMS (sem er einmitt súlfúr):
The sulfur compounds typically found in beer are dimethyl sulfide (DMS), sulfur dioxide, hydrogen sulfide and mercaptans. Some of these sulfur compounds come from malt, while others come from yeast or a combination of both. For example, dimethyl sulphoxide (DMSO) is present in wort at varying levels, depending on the source malt. The level of this oxidized DMS compound is not affected by the boil like DMS and its precursor S-methylmethionine (SMM). Unfortunately, yeast has the ability to reduce DMSO back to DMS during fermentation, increasing the level of those canned corn and cooked cabbage types of aromas and flavors in the beer.
Þannig að þessi súlfúr sem um ræðir gæti vel verið, sem stafar af gerinu frekar en suðunni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór