Ég fór í ríkið í gær og keypti nokkrar tegundir af jólabjór og var örtröð að komast að í bjórkælinum. Fólk virðist almennt taka mikið mark á þessum dómum, enda er um sérfræðinga að ræða á þessu sviði!
Í vinnunni hjá mér var mikið rætt um þetta líka og sjálfsagt á fleiri vinnustöðum. Þetta framtak er greinilega komið til að vera.
Þá er einnig gaman að sjá hversu hátt hlutfall er af íslenskum jólabjórum, en eingöngu eru 3 erlendir jólabjórar í greininni. Stekkjastaur var því miður uppseldir í Skútuvoginum en kemur eftir helgi skv. starfsfólkinu. Ég hvet alla áhugamenn að láta ekki þessa eðalbjóra fram hjá ykkur fara, enda kláruðust birgðirnar og fyrra og miðað við viðtökurnar í ríkinu í ár, má búast við að sama verði uppá teningnum í ár. Þeir líktu deginum í gær sem "þorláksmessustemningu" (http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/1 ... inbudunum/).
skál
