Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Settum í eina prufu nýverið, stendur til að gera nokkrar mismunandi útgáfur á næstunni.
4 l. vatn
500 gr, ljós púðursykur
110 gr. engifer
ein sítróna
1118 ger
Skrælaði engifer og setti í gegnum matvinnsluvél.
Tók allan gula börkinn af einni sírónu og saxaði fínt.
Sauð engiferið, sítrónusafann, börkinn og sykurinn í 30 min. í 1.5 l. vatni
Hellti í gegnum sigti og þynnti svo út með köldu vatni til að gera rúma 4 lítra
Er búið að vera í gerjun í tvo daga núna og lygtin úr vatnslásnum er æðisleg.
Þar sem það stendur til að gera nokkrar mismunandi útgáfur til að finna einhvað sem okkur (konunum öllu heldur) líkar þá væru tillögur og reynslur ykkar af einhverju svipuðu vel þegnar.