Léttöl

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Léttöl

Post by Feðgar »

Erum að sjóða mais fyrir 56 lítra lögun

7 kg. Pale (63.8%)
3 kg. Mais (27.2%)
0.5 kg. Hveiti (4.5%)
0.5 kg. CaraRed (4.5%)

Beiskja með Amarillo eða Columbus og svo 1 oz. Saaz í 22 min upp að 26 IBU

Stefnan er að gera léttan bjór handa hverjum sem er, ekkert fancy, bara plain.

OG 1.055
SRM 4
IBU 26
US-05 ger úr 1.5 l. starter
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Léttöl

Post by atax1c »

Hvernig undirbýrðu maisinn ?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Léttöl

Post by Feðgar »

Notum maismjöl og sjóðuð það í 30 min í meskjunartunnunni.

Setjum það út í kalt vatn svo það fari ekki í kekki, hitum svo með tvem elementum og heitu kranavatni í gegnum innbyggða kælispíralinn til að ná fljótt upp hita

Það stendur til að gera stout á næstunni, spurning um að vera duglegir og taka slatta af myndum og pósta hérna, en þá ætlum við einmitt að sjóða bygg með sama hætti.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Léttöl

Post by Eyvindur »

Ef þú notar byggflögur í stoutinn sleppurðu við að gelatínísera það fyrir meskinguna, þar sem það hefur þegar gerst þegar byggið var flatt út. Þú getur bara hent flögunum beint út í meskinguna, eins og höfrum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Léttöl

Post by Feðgar »

Jú ef við værum að nota "flaked barley"

Við eigum bara ekki þannig flottheit og ætlum að nota byggflögur úr heilsuhorni fjarðarkaups, þær þarf að sjóða ;)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Léttöl

Post by Idle »

Feðgar wrote:Jú ef við værum að nota "flaked barley"

Við eigum bara ekki þannig flottheit og ætlum að nota byggflögur úr heilsuhorni fjarðarkaups, þær þarf að sjóða ;)
Þær flögur hef ég notað með góðum árangri, og aldrei soðið, heldur skellt beint út í meskikerið með öðru korni.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Léttöl

Post by Eyvindur »

Nei, það þarf ekki að sjóða þær. Ég hef notað alls konar svona flögur (hafra-, hveiti-, spelt-, bygg-) og aldrei soðið neitt. Alltaf verið vandræðalaust.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Léttöl

Post by Feðgar »

jahá, þið segið nokk.

Og hvernig hefur nýtnin verið, alveg fengið þokkalega út úr bygginu þó það hafi ekki verið soðið
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Léttöl

Post by Idle »

Mjög góða. Eitt sinn gleymdi ég því í uppskriftinni, en mundi eftir því þegar meskingu var að ljúka. Nýtni fór fram úr öllu valdi í það sinn.

Ég hef notað jafnt hveiti- og byggflögur með þessum hætti, og það hefur aldrei komið að sök. Verðlaunabjórinn minn (stout) er til marks um það. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Léttöl

Post by Eyvindur »

Já, ég hef sömu sögu að segja. Nýtingin hefur aldrei minnkað allavega. Ég hef ekki pælt í þessu nógu vel til að skoða hvort hún hafi eitthvað aukist.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Léttöl

Post by Oli »

Talandi um stout, ég sá einhversstaðar að sumir henda hluta af bygg og hafraflögum út í suðupottinn (í poka) síðustu 10 mínúturnar, fá þannig sterkju og prótein í virtinn til að auka boddý og mouthfeel. Hef ekki prófað það sjálfur...
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply