Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Notum maismjöl og sjóðuð það í 30 min í meskjunartunnunni.
Setjum það út í kalt vatn svo það fari ekki í kekki, hitum svo með tvem elementum og heitu kranavatni í gegnum innbyggða kælispíralinn til að ná fljótt upp hita
Það stendur til að gera stout á næstunni, spurning um að vera duglegir og taka slatta af myndum og pósta hérna, en þá ætlum við einmitt að sjóða bygg með sama hætti.
Ef þú notar byggflögur í stoutinn sleppurðu við að gelatínísera það fyrir meskinguna, þar sem það hefur þegar gerst þegar byggið var flatt út. Þú getur bara hent flögunum beint út í meskinguna, eins og höfrum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Nei, það þarf ekki að sjóða þær. Ég hef notað alls konar svona flögur (hafra-, hveiti-, spelt-, bygg-) og aldrei soðið neitt. Alltaf verið vandræðalaust.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Talandi um stout, ég sá einhversstaðar að sumir henda hluta af bygg og hafraflögum út í suðupottinn (í poka) síðustu 10 mínúturnar, fá þannig sterkju og prótein í virtinn til að auka boddý og mouthfeel. Hef ekki prófað það sjálfur...