double IPA

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

double IPA

Post by AndriTK »

Jæja þá er frumraunin mín á double ipa í gangi. Suðan á fullu skriði. Þess má geta að ég hef gert 2 uppskriftir frá öðrum áður og gengið fínt en núna vildi ég prufa mig áfram.

Upprunalega var ég kominn með uppskrift sem innihélt mun meira malt og muna meiri humla og var mér bent á að ég þyrfti að gera þetta í tvennu lagi og eitthvað vesen. Ákvað því bara að minnka magnið. Samt sem áður gæti ég trúað að þetta sé too much af öllu en ég vildi bara prufa þetta og sjá svo hvað gerist.. læra af mistökunum. Prófaði að sitja þetta í beer smith en ég er ekkert alltof lunkinn á það forrit. Vissi ekki hvaða vatn átti að velja, fann ekki alveg rettu kornin etc. Dáldið bull uppskrift, anyways, her kemur hún:

26 l af vatni fyrir meskingu

Pale ale malt - 4,5 kg
Wheat malt - 1 kg
cara pils - 200 gr
munic - 400 gr
cara munic 2 - 200 gr.

humlar
26 gr amarillo 90 mín
26 gr citra 90 mín
30 gr simcoe 45 mín
30 gr columbus 30 mín
40 gr centennial 0 mín

fermentis 05 ger - hugsa ég noti næstum 2 pakka

þurrhumla svo með amarillo, citra og simcoe - 26 gr. hver -
hugsa ég þurfi að gerja í hátt í mánuð - er ekki fínt að þurrhumla svona frá 3 degi í gerjun, eða?
er algjör noob btw.

þess má geta að ég hef ekki enn smakkað bjór sem mér hefur fundist meiga vera minna af humlum, hef samt smakkað t.d. Mikkeller IBU1000 og Hoppin Frog - hop Dam triple IPA. Þannig vonandi verður þetta ok. Endilega komiði með komment.. er að reina að læra - geri ekki beint ráð fyrir því að fyrsta tilraunaverkefnið endi með einhverjum óaðfinnanlegum eðal ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: double IPA

Post by hrafnkell »

Hvað eru IBU og OG á þessum?
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

samkvæmt því sem ég setti inn í alesmith þá er það 171 ibu - OG ætti að vera 1091 - en ég er ekki búinn að mæla - er að kæla núna.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: double IPA

Post by atax1c »

Skemmtilega frumlegt að vera með kíló af wheat í IPA, láttu vita hvernig heppnast ;)
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

Náði ekki alveg að kæla hann nóg í gær. Var að reina að kæla hann með að setja fötuna ofan í bað með köldu vatni, var bara að taka of langan tíma, enda vinna í dag svo ég lét þetta bara standa yfir nótt. Virðist enn vera dáldið í hærri kantinum, eða um 23,5 gráður - ætti ég ekki að leifa þessu að fara aðeins neðar? las einhverstaðar að það væri sniðugt að byrja í 19 gráðum og hækka svo hitann þegar fer að hægjast á gerjuninni - fleyta þá yfir í aðra fötu og þurrhumla þá, er þetta eitthvað nauðsynlegt? Hef nefnilega alltaf bara haft þetta í sömu fötunni í undanfarin skipti.

Svo er ég með aðra spurningu. Þar sem það fór svo helviti mikið af vatni til spillist þá er engin leið að mæla OG með sykurflotvoginni, eitthvað trick sem þið notið til að mæla með flotvoginni?

Það er svona 15 lítrar af virti, og það er með svona 2.5 l botnfall frá korninu strax - haldið þið að einn poki að geri sé ekki bara nóg - eða einn og hálfan?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: double IPA

Post by sigurdur »

Ég myndi persónulega gerja þetta við 19°C (kæla þetta þangað til að þú ert kominn þangað).
Svo myndi ég bara halda 19°C hitastiginu alla gerjunina.

Ég myndi setja humlana beint í primary, enda bara vesen (og aukaleg sýkingarhætta) að vera að fleyta þetta á milli.

Til að mæla OG, þá mæli ég með því að þú náir í smá sýni af virtinum og mælir í því sýni með flotvoginni.

Til þess að vita hvort að "einn poki" sé nóg (ég geri ráð fyrir að þú átt við ger), þá verður þú að vita OG og magn virts.
Skv. gerreiknivélinni frá Mr. Malty þá þarftu 10 grömm af 100% nothæfu geri í 13 lítra af virt sem er með OG 1.090.
Ég held að einn pakki sé nóg. :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: double IPA

Post by gunnarolis »

Það var þráður um þurrhumlun hérna á spjallinu um daginn, ég mundi ekki setja þurrhumlana í fyrr en bjórinn er að verða búinn að gerjast. Ef þú ætlar að gerja í 3-4 vikur (eins og er mjög eðlilegt) þá ertu farinn að tapa miklu af ilmi eftir 3-4 vikur. Það þýðir að þú setur þurrhumlana í á 3ja degi, og mest lykt verður meðan þetta er ennþá í primary. Ég mundi frekar gerja þetta út og þurrhumla þá í 5-7 daga og setja svo á flöskur.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

Takk fyrir góð svör. Ætla að bruna útí ámuna eftir vinnu og kaupa svona mæliglas til að geta mælt.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

jæja, búinn að mæla. OG 1071 en ekki 1090 - dáldið mikill munur þar á. Einn poki af geri verður það.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

Ein spurning, fyrst OG var bara 1071. Þarf bjórinn þá ekki að vera jafn lengi í gerjun? búið að vera núna einhverja 10 daga í gerjun, ætli 2 vikur sé nóg?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: double IPA

Post by kalli »

AndriTK wrote:Ein spurning, fyrst OG var bara 1071. Þarf bjórinn þá ekki að vera jafn lengi í gerjun? búið að vera núna einhverja 10 daga í gerjun, ætli 2 vikur sé nóg?
Þú verður að mæla FG og ef það er komið niður í það gildi sem búist er við, þá máttu setja á flöskur.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: double IPA

Post by sigurdur »

kalli wrote:
AndriTK wrote:Ein spurning, fyrst OG var bara 1071. Þarf bjórinn þá ekki að vera jafn lengi í gerjun? búið að vera núna einhverja 10 daga í gerjun, ætli 2 vikur sé nóg?
Þú verður að mæla FG og ef það er komið niður í það gildi sem búist er við, þá máttu setja á flöskur.
Ég myndi mæla og ekki hugsa um að setja á flöskur fyrr en eðlisþyngd bjórsins mælist sú sama þrjá daga í röð.

Ég leyfi bjórnum yfirleitt samt að bíða lengur.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

tappaði á þennan um helgina. FG mældist 1011 og búið að standa í því í nokkra daga
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

ein spurning. Smakkaði bjórinn eftir 20 daga á flösku og ekki enn orðinn almennilega kolsýrður. Hafið þið lent í því að þetta taki svona langan tíma eða eru litlar líkur á að hann verði full kolsýrður fyrst það er ekki enn komið?

Annars þá bragðast hann bara vel, bara leiðinlegt hvað hann er eitthvað flatur :(
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: double IPA

Post by Idle »

AndriTK wrote:ein spurning. Smakkaði bjórinn eftir 20 daga á flösku og ekki enn orðinn almennilega kolsýrður. Hafið þið lent í því að þetta taki svona langan tíma eða eru litlar líkur á að hann verði full kolsýrður fyrst það er ekki enn komið?

Annars þá bragðast hann bara vel, bara leiðinlegt hvað hann er eitthvað flatur :(
Já. Einu sinni gleymdi ég blonde á svölunum með þeim afleiðingum að hann fraus. Gerið náði sér á strik að endingu og eftir um sex vikur var hann orðinn fínn. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: double IPA

Post by Örvar »

AndriTK wrote:ein spurning. Smakkaði bjórinn eftir 20 daga á flösku og ekki enn orðinn almennilega kolsýrður. Hafið þið lent í því að þetta taki svona langan tíma eða eru litlar líkur á að hann verði full kolsýrður fyrst það er ekki enn komið?

Annars þá bragðast hann bara vel, bara leiðinlegt hvað hann er eitthvað flatur :(
Getur verið að priming sykurinn hafi ekki blandast almennilega saman við bjórinn þannig að sumar flöskur eru með of lítilli kolsýru á meðan aðrar eru með of mikla kolsýru?
Ég hef lent í því og sumir bjórarnir voru eiginlega alveg flatir og aðrar flöskur voru við það að springa.

Eða gæti verið að flöskurnar séu búnar að standa í of lágu hitastigi eftir að þú tappaðir á þær?
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: double IPA

Post by AndriTK »

Örvar wrote:
AndriTK wrote:ein spurning. Smakkaði bjórinn eftir 20 daga á flösku og ekki enn orðinn almennilega kolsýrður. Hafið þið lent í því að þetta taki svona langan tíma eða eru litlar líkur á að hann verði full kolsýrður fyrst það er ekki enn komið?

Annars þá bragðast hann bara vel, bara leiðinlegt hvað hann er eitthvað flatur :(
Getur verið að priming sykurinn hafi ekki blandast almennilega saman við bjórinn þannig að sumar flöskur eru með of lítilli kolsýru á meðan aðrar eru með of mikla kolsýru?
Ég hef lent í því og sumir bjórarnir voru eiginlega alveg flatir og aðrar flöskur voru við það að springa.

Eða gæti verið að flöskurnar séu búnar að standa í of lágu hitastigi eftir að þú tappaðir á þær?

Sykurinn blandaðist bíst ég við nokkuð jafnt. Fleytti yfir á sykurinn og hrærði rólega í því. Hinsvegar gleymdi ég að taka hann inn í einn sólahring og var hann í mjög kaldri útigeymslu.. Það hefur kanski haft áhrif, en hann var langt frá því að frjósa. Vonandi hafði hitastigið einhver áhrif. Hugsa ég reini bara að hrista aðeins geri uppí þeim.. gefa þeim lengri tíma og vona það besta.
Post Reply