Sjonni

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Sjonni

Post by sigurjon »

Daginn.

Ég heiti Sigurjón og ég er ljón.

Ég og Grímur vinur minn byrjuðum að brugga landa í menntaskóla og prófuðum að brugga bjór á sama tíma. Það var nánast eingöngu til að eiga áfengi til að detta í það þegar við vildum (sem var oft)...

Síðar fór maður að prófa að brugga vín með ágætum árangri, en tilgangurinn var í raun lítt breyttur frá menntaskólaárunum.

Í síðari tíð hef ég meiri áhuga á að smakka hinar ýmsu bjórtegundir og bjórgerðir. Belgískur bjór hefur heillað mjög í því sambandi, þar sem þarlendir hafa ríka hefð í þeim efnum og furðulega löggjöf á köflum. Ég hef heyrt þá sögu að fyrir langa löngu bönnuðu stjórnvöld gerjuð vín og soðin (viský o.þ.h.) og þá tóku Belgar sig til og brugguðu bjórinn sterkari (allt að 20%). Við þetta urðu til hinar ýmsu tegundir sem eru mjög áhugaverðar.

Mig langar helzt að brugga og smakka góða hveitibjóra, ásamt maltbjórum mörgum.
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Sjonni

Post by Hjalti »

Velkominn á spjallið vinur :)

Gaman að sjá þig hérna inni.

Verður fjör að sjá hvað þú ert að brugga :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Sjonni

Post by sigurjon »

Já blessaður Hjalti og takk fyrir síðast. Var það ekki í HR á sínum tíma?

Kv. SV
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Sjonni

Post by Hjalti »

Jújú :) Það er málið :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply