Daginn.
Ég heiti Sigurjón og ég er ljón.
Ég og Grímur vinur minn byrjuðum að brugga landa í menntaskóla og prófuðum að brugga bjór á sama tíma. Það var nánast eingöngu til að eiga áfengi til að detta í það þegar við vildum (sem var oft)...
Síðar fór maður að prófa að brugga vín með ágætum árangri, en tilgangurinn var í raun lítt breyttur frá menntaskólaárunum.
Í síðari tíð hef ég meiri áhuga á að smakka hinar ýmsu bjórtegundir og bjórgerðir. Belgískur bjór hefur heillað mjög í því sambandi, þar sem þarlendir hafa ríka hefð í þeim efnum og furðulega löggjöf á köflum. Ég hef heyrt þá sögu að fyrir langa löngu bönnuðu stjórnvöld gerjuð vín og soðin (viský o.þ.h.) og þá tóku Belgar sig til og brugguðu bjórinn sterkari (allt að 20%). Við þetta urðu til hinar ýmsu tegundir sem eru mjög áhugaverðar.
Mig langar helzt að brugga og smakka góða hveitibjóra, ásamt maltbjórum mörgum.