Súrbjórar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Súrbjórar

Post by bjarkith »

Hefur einhver hér gert bjóra í stíl við Berliner Weisse eða Lambic bjórar?
Er frekar spenntur fyrir að prófa þessa stíla en þekki ekki mikið til aðferða og hvernig þessir gerlar virka best, og hvar ég gæti nálgast þá. Endilega ausið af viskubrunnum ykkar ef þið hafið bruggað bjóra í þessum stílum.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Súrbjórar

Post by sigurdur »

Eyvindur og Úlfar bjuggu til BerlinerWeisse fyrir ekki svo löngu síðan.
Stulli er með reynslu af Lambic.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Súrbjórar

Post by halldor »

Karlp (ástralski) gerði "óvart" súran hveitibjór
Árni Long gerði svo Lambic fyrir einhverju síðan. Held að hann hafi gerjað hann í 18 mánuði eða svo.
Plimmó Brugghús
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Súrbjórar

Post by karlp »

halldor wrote:Karlp (ástralski) gerði "óvart" súran hveitibjór
Árni Long gerði svo Lambic fyrir einhverju síðan. Held að hann hafi gerjað hann í 18 mánuði eða svo.
Ég lika gerði suŕmeski, eitthvað timann, nokkra ár siðan. það gengist sæmilega vel, og er á listi að gera aftur...
Summer ale, sour mash
Summer ale, sour mash
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Súrbjórar

Post by bjarkith »

Skil ekki alveg þennan súrmeski bjór, er þá kornið látið súrna í stað þess að nota bakteríu?

Kannski var þetta rosalega einfalt en ég var að fá mér einn La Trappe Quadruppel Oak Age (sem ég mæli með) og gæti hann hafa slæft dómgreind mína aðeins.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Súrbjórar

Post by sigurdur »

Þegar maður framkvæmir súra meskingu, þá lætur maður lactobacillis bakteríuna (og væntanlega fleiri bakteríur, ef ég man rétt), sem finna má auðveldlega í meskjuðu korni, sýra meskinguna (kornið og vatnið) í 1+ daga.
Við þetta ferli þá getur þú stjórnað sýrustigi meskingar og fengið hressari(súrari) bjóra :)

Með því að sýra meskinguna svona, þá fær maður tækifæri á að stjórna sýrustiginu.

En þú verður að hafa í huga að þú færð ekki sama karakter og t.d. í bjórum sem eru aldraðir í eik.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Súrbjórar

Post by bjarkith »

Hljómar spennandi að gera svona súrmeski bjór, held ég prufi það áður en ég dett í að gerja með lacto eða brett
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply