Villt ger af bláberjum

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Villt ger af bláberjum

Post by aki »

Mig minnir að ég hafi heyrt einhverja minnast á þetta. Hefur einhver prófað að rækta upp starter með (óþvegnum) bláberjum í virt til að nota í bjórgerð?
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Villt ger af bláberjum

Post by Feðgar »

Miðað við hve vont berjavín verður séu berin ekki gerlisneydd þá hefði ég lítinn áhuga á því
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Villt ger af bláberjum

Post by Feðgar »

Las mér aðeins til um villiger af vínberjum "Brettanomyces"

Ef þessi sami ger er á bláberjum þá getur þú gert Brett bjór, sem sagt súran bjór ef ég skil rétt.

Smá lesning hér http://en.wikipedia.org/wiki/Brettanomyces" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Villt ger af bláberjum

Post by aki »

Ætla að taka part af virtinni sem ég er að skola núna og prófa að rækta upp starter í næstu lögun - nota svo þverrandi lyktarskyn mitt til að greina hvort súpan sé þess virði að prófa :)
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Villt ger af bláberjum

Post by gunnarolis »

Brett er ekki beint súr, meira funky. Lactobacillus og aceto gefa meiri sýru, brettið gefur meira "hesta/blauthunda/leður"-bragð.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Villt ger af bláberjum

Post by Feðgar »

"hesta/blauthunda/leður"-bragð. :lol:

Jummy, einn þannig handa mér eða þannig haha
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Villt ger af bláberjum

Post by gunnarolis »

Prófaðu Orval...það þarf ekki mjög marga þannig til þess að verða "háður" þessu bragði. Þetta er spes fyrst, en samt gott spes.

Mikkeller USAlive fæst nú í ríkinu í 750ml flöskum og það er brettanomyces í honum. Kostar reyndar um 1900kr, en vel þess virði að prófa.

Hvað varðar upprunalega topicið þá hef ég heyrt af mönnum ná gerli af einiberjum, en hef ekki heyrt mikið af tilraunum manna með bláber. En það er ekkert annað en að prófa, mig minnir að Radical Brewing eftir Randy Mosher sé með tips um hvernig á að gera þetta...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Villt ger af bláberjum

Post by aki »

það sem ég var aðallaega að hafa áhyggjur af er að villiger (örverusúpan) myndi éta allt frá "alvöru" ölgeri sem kynni að leynast þar inn á milli. Brett er (skilst mér) oft settur eftir að megingerjun er lokið til að auðga bragðið. Ég lagði ekki í að prófa með bitterinn minn en sé til með jólabjórinn (2 kg. af berjum). Þá er spurning um að láta kólna yfir nótt og taka starter um leið.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Villt ger af bláberjum

Post by aki »

Orval er auðvitað frábær. Ég geri ekki ráð fyrir að ná sömu kampavínsáferð í fyrsta kasti, en það má reyna. Maður verður svolítið að renna í sjóinn og treysta á örverurnar :)
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Villt ger af bláberjum

Post by gunnarolis »

Plimmó félagar notuðu bláber í jólabjórinn sinn í fyrra og voru ekki of ánægðir með hann reyndar. Ég held að þeir hafi fryst berin og þýtt þau síðan aftur.

Ef þú skoðar http://www.themadfermentationist.com" onclick="window.open(this.href);return false; eða Ryanbrews bloggið (báðir mikið í villtu) geturðu væntanlega fundið eitthvað í þessa átt.

Hinsvegar eru skiptar skoðanir um hvort maður eigi að nota brett sem primary eða secondary strain...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply