Pottur fyrir BIAB

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Pottur fyrir BIAB

Post by gugguson »

Góðan daginn/kvöldið.

Ég hef hug á að fjárfesta í græjum fyrir bjórgerð og hallast ég að BIAB aðferðinni. Ég stefni að því að gera allskonar tegundir en ég er sérstaklega hrifinn af belgískum bjórum. Ég er þessa dagana að taka saman hvaða græjur ég þarf og eitt af því er suðupottur. Ég fann þennan á netinu, telja menn hann heppilegan til verksins?:

http://www.bielmeier-hausgeraete.com/en ... -JANA.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Er einhverstaðar listi yfir það sem maður þarf annað í BIAB bruggun svo maður geti pantað þetta allt í einu?

Kveðja,
Jóhann
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottur fyrir BIAB

Post by sigurdur »

Sæll Jóhann og velkominn á spjallið.

Þú getur skoðað biabrewer.info og athugað hvort að þú finnir ekki lista, annars býður Hrafnkell á brew.is upp á góðan byrjendapakka sem inniheldur allt (held ég) sem þú þarft til að búa til þinn fyrsta BIAB bjór.

Annars þarftu meirihlutann úr venjulegum byrjendapakka (gerjunartunnu, flotvogarmæli og fleira) ásamt suðutunnu/potti og nælonpoka.

Gangi þér vel!! :beer:
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Pottur fyrir BIAB

Post by gugguson »

Flott - takk fyrir þetta.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Pottur fyrir BIAB

Post by Hekk »

Hefur einhver hérna prufað að búa til pott úr gömlum bjórkút, sá einhverjar tilfærslur á svoleiðis framleiðslu á youtube.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pottur fyrir BIAB

Post by hrafnkell »

Hekk wrote:Hefur einhver hérna prufað að búa til pott úr gömlum bjórkút, sá einhverjar tilfærslur á svoleiðis framleiðslu á youtube.
Það eru margir sem hafa gert það. Ef þú hefur aðgang að bjórkútum þá er það ekki endilega úr vegi.
Post Reply