Ég tek undir þetta. Við höfum ekki séð neina dóma af öllum þeim 12 bjórum sem við sendum inn í keppnina, þ.m.t. af besta bjórnum 2011.
Ein aðalástæðan fyrir því að við sendum bjóra inn í keppnina var til þess að fá hlutlausa dóma og gagnrýni. Það hlýtur að vera eðlileg skýring á þessu, vona bara að dómarnir hafi ekki týnst....
Allavega þá verður maður ekkert svakalega spenntur að senda bjóra inn í næstu keppni.
Dómarnir týndust eftir keppnina, en komu í leitirnar fyrir stuttu síðan. Úlfar þurfti síðan að fara í vinnuferð erlendis og hefur því ekki haft tök á að afgreiða dómana út.
Ég hef trú á því að hann fari að koma þessu á menn sem allra fyrst, er það ekki Úlfar?
Sammála því að þessir dómar eru stór hluti þess að senda bjóra í keppni...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.