Sælir
Mig langar að setja hitamæli á 60 lítra síldartunnuna mína svo ég geti fylgst betur með hitastigi í meskingu.
Ég á bæði venjulegan kjöthitamæli og hitamæli sem var fastur í lok á grilli.
Vitið þið hvernig er best að festa svona mæla í tunnuna svo að ekkert leki og í hvaða hæð er best að setja þá?