Hitamælir á síldartunnu

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Hitamælir á síldartunnu

Post by helgibelgi »

Sælir

Mig langar að setja hitamæli á 60 lítra síldartunnuna mína svo ég geti fylgst betur með hitastigi í meskingu.

Ég á bæði venjulegan kjöthitamæli og hitamæli sem var fastur í lok á grilli.

Vitið þið hvernig er best að festa svona mæla í tunnuna svo að ekkert leki og í hvaða hæð er best að setja þá?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitamælir á síldartunnu

Post by sigurdur »

Mér hefur sýnst margir úti í BNA hafa fest mælinn sinn uþb 10-15 cm frá botninum á suðuílátinu þeirra, en fræðilega ætti það ekki að skipta máli ef það er góð hreyfing á vökvanum í tunnunni.

Til þess að festa þetta án þess að það leki, þá er án efa best að nota silikon pakkningu (ég sker yfirleitt pakkningar úr silikon "bökunarbakka") og skrúfa mælinn fastann með ró á móti mælinum.

Ég mæli yfirleitt bara hitastigið með kjöthitamæli ofan í vökvanum .. nógu nákvæmt fyrir mig :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hitamælir á síldartunnu

Post by helgibelgi »

Jæja, ég boraði gat fyrir hitamælinn minn (og reyndar fyrir krana líka) en svo þegar ég var að prófa hvort vatnið myndi leka þá bara sýnir mælirinn minna en 0 gráður og vatn lekur inn á hann. Þetta var auðvitað bara einhver mælir sem ég fann í vinnunni en samt svekk.

Vitið þið hvort ég þurfi sérstakan vatnsheldan mæli eða hvað?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitamælir á síldartunnu

Post by sigurdur »

Tjahh .. það er ekki verra ef þeir halda frá sér vökva ;)
Post Reply