Góðan daginn
Ég heiti Andri Mar Jónsson og hef haft þessa dellu nú í að verða 1 og hálft ár. Fyrst bara fikt með síróps dollurnar úr ámunni en svo er þetta eitthvað farið að færa sig uppá skaptið. Ég eyddi Menntaskólaárunum haldandi að bjór væri bara Viking, Gull og Thule en fékk vitrun þegar ég álpaðist inná pöbb í Köben sem heitir
Lord Nelson. Mæli sterklega með honum fyrir þá sem eiga leið um borgina.
Lennti hérna inn fyrir slysni við að leita að
corny keg á google. Getið ekki ímyndað ykkur hvað það gladdi mig mikið að sjá svona marga íslenskumælandi bruggara á einum stað. En já svona til að útskýra aðeins þessa google leit þá er að ég flytja mig um set og íbúðinni sem ég fer í fylgir stór ísskápur, hvað gerir maður þá við gamla litla ísskápinn sinn....held það viti allir svarið við þessu.
Svo í kjölfarið, ein spurning hvar er hægt að komast yfir "corny" kúta á Íslandi? Hringdi í Ölgerðina varðandi þá, svar "Hættir að nota, búnir að henda.". Hringdi í Vífilfell, svar "Erum enn að nota, látum ekki frá okkur."
Í von um ánæguleg samskipti
Andri Mar