Plate Heat Exchanger

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
mattib
Kraftagerill
Posts: 60
Joined: 13. Feb 2011 19:16

Plate Heat Exchanger

Post by mattib »

Sælir , langaði til að fá álit á þessum hita breytir "Plate Heat Exchanger" hjá þeim sem eiga þannig eða vita eitthvað um svoleiðis mál

http://cgi.ebay.com/40-Plate-Heat-Excha ... 969wt_1139

er að spá í þessum ef það er eitthað vit í honum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Plate Heat Exchanger

Post by hrafnkell »

Ég myndi held ég frekar fara í CFC chiller... Svona plötuchiller getur verið erfiður í þrifum. Oftast ómögulegt að taka þá í sundur, þannig að humlaagnir og annað gotterí eiga auðvelt með að festast hér og þar og auka líkur á sýkingum.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Plate Heat Exchanger

Post by Feðgar »

Þetta kallast varmaskiptir og er í flestum hitaveitugrindum í íslenskum húsum.

Byko og húsasmiðjan eru með þetta í löngum bunum en þetta kostar alveg helling
mattib
Kraftagerill
Posts: 60
Joined: 13. Feb 2011 19:16

Re: Plate Heat Exchanger

Post by mattib »

ok takk fyrir uppls. Ég skoða þetta betur.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Plate Heat Exchanger

Post by gunnarolis »

Ég var að skoða þessi mál um daginn og mestu legendin í þessu (Jamil, Taisty og fleiri) nota immersion chiller, eða bara venjulegan kælispíral frekar en cfc eða plate vegna þess að immersion chiller kælir allan virtinn í einu og minnkar DMS í virtinum, þeas uppgufunin sem verður við kælinguna. Ef þú ert með lokað kæliunit þá losnar DMS ekki úr eins og ef þú værir að kæla með immersion chiller. Það er hægt að lesa marga þræði um þetta á HBT, ég nenni ekki að finna linka á þetta núna.

Ef þú ætlar hinsvegar að fá þér CFC eða plate þarftu eiginlega að vera með pumpu og pumpa sjóðandi virti í gegnum græjurnar síðustu mínúturnar í suðunni til þess að vera viss um að það sé ekkert lifandi inni í honum...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Plate Heat Exchanger

Post by smar »

Ég er með svona kæli og hann svín virkar, ekkert vesen með neinar stíflur.
En bera hafi í huga að í dag nota ég humla poka en virkaði samt án vandræða fyrir þann tíma.
Hann er náttúrulega alltaf skolaður út eftir notkun, en þegar ég nota hann byrja ég á að keyra heitt vatn í gegnum hann í stað kalda vatns til að ná upp hita í hann svo læt ég sjóðandi virtin leka í gegn til sótthreinsunar.
Þetta er náttúrulega hannað sem varmaskiptir og er þar af leiðandi miklu öflugri kæling en CFC eða immersion chiller.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Plate Heat Exchanger

Post by sigurdur »

smar wrote:Þetta er náttúrulega hannað sem varmaskiptir og er þar af leiðandi miklu öflugri kæling en CFC eða immersion chiller.
Þetta er svolítið áhugaverð fullyrðing, en ég er ekki svo viss um hversu rétt það er hjá þér.

Það má segja að fyrir það magn af vökva sem er í varmaskiptinum á hverjum tíma, þá sé hann mjög öflug kæligræja, en þegar þú skoðar það að allur nýsoðni virturinn sem á eftir að fara í gegn um varmaskiptinn er allur yfir 70°C, þá má segja að þessi varmaskiptir sé ekki öflugur fyrir kæliverkið.
Hinsvegar ef þú lætur kalda virtinn aftur í nýsoðna virtinn t.d. með dælu og hringsólun, þá nýtir þú kælinguna mun betur fyrir vikið.

Þegar er verið að hugsa um kælingu, þá er oft fyrsta markmiðið að ná hitastigi virtsins niður svo að rokgjörnu efnin sem náðust úr humlunum hverfi ekki úr virtinum.
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Plate Heat Exchanger

Post by smar »

Skil ekki alveg hvað þú er að fara Sigurður (enda er kl 8:50 á laugardagsmorgni) :)

Ef þú ert að tala um kælihraðan þá tekur það mig jafn langan tíma að kæla virtin og það tekur hann að renna óhindraður úr suðupottinum, til að hitastigið á honum fari ekki niður fyrir 18c þarf ég rétt að láta kalda vatnið seitla í gegnum kælinn.
Ég hef ekki notað þessa týpisku CFC sem svo margir eru með þannig að ég veit ekki hvernig þeir virka.
En þegar ég fékk mér kælinn taldi ég bara betra að fá mér eitthvað sem væri hannað til varmaskipta frekar en að bú mér til kæli.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Plate Heat Exchanger

Post by sigurdur »

Það sem ég er að reyna að segja er það að humlalykt og bragð tapast þegar virturinn er svona heitur. Ef þú vinnur ekki í að kæla allan virtinn í einu, þá tapast meir en ella.
En burtséð frá því, þá er ein aðferð ekki réttari en önnur við kælingu.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Plate Heat Exchanger

Post by Squinchy »

Er maður að tapa miklu bragði við auka eina - tvær mínútur ?, hvað tekur langan tíma að kæla 23L af virti með immersion chiller ?

Fyrir mig er varmaskiptir bara plús, get sett lokið á þegar flame out er svo að ekkert getur dottið ofan í virtinn, svo bara dæla í gegnum varmaskiptinn sem tekur innan við 2 mínútur og þá er virtirinn tilbúinn fyrir ger
kv. Jökull
Post Reply