smar wrote:Þetta er náttúrulega hannað sem varmaskiptir og er þar af leiðandi miklu öflugri kæling en CFC eða immersion chiller.
Þetta er svolítið áhugaverð fullyrðing, en ég er ekki svo viss um hversu rétt það er hjá þér.
Það má segja að fyrir það magn af vökva sem er í varmaskiptinum á hverjum tíma, þá sé hann mjög öflug kæligræja, en þegar þú skoðar það að allur nýsoðni virturinn sem á eftir að fara í gegn um varmaskiptinn er allur yfir 70°C, þá má segja að þessi varmaskiptir sé ekki öflugur fyrir kæliverkið.
Hinsvegar ef þú lætur kalda virtinn aftur í nýsoðna virtinn t.d. með dælu og hringsólun, þá nýtir þú kælinguna mun betur fyrir vikið.
Þegar er verið að hugsa um kælingu, þá er oft fyrsta markmiðið að ná hitastigi virtsins niður svo að rokgjörnu efnin sem náðust úr humlunum hverfi ekki úr virtinum.