Nú fer Júlí að líða undir lok og því ættu menn að fara að huga að jólabjórnum. Ef jólabjórinn á að vera stór og flókinn, jafnvel kryddaður, þá er gott að hann fái smá tíma á flöskum til þess að jafna sig og taka bragð. Á Janúarfundi verður jólabjórasmökkun þannig að það er um að gera að fara að brugga.
Nokkrar jólauppskriftir má finna í bókinni Radical Brewing. Gæti verið gaman að prófa einhverja af þeim uppskriftum. Vanillubættur stout, Bockar, Belgískur Quad...endalausir möguleikar.
Endilega brugga jólabjór.
Kv Stjórnin.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Ég stressa mig lítið, "flaggskips" bjórinn minn, ameríska fölölið Apaspil, þroskast þannig að þegar hann fer að nálgast það að verða "of gamall", þá sýnir hann karakter sem minnir á það sem stóru brugghúsin kalla "jólabjór", nema bara að þessi er bragðgóður. Hann er fyrstur á dagskrá þegar ég fæ næst extrakt, þ.a. svo lengi sem brouwland sendingin dregst ekki of lengi, þá verða síðustu flöskurnar af fyrsta bruggi eftir browland að fínasta jólabjór. Ég vinn í verslun, svo ég hef hvorteðer ekki mikinn tíma til að drekka bjór í nóvember og desember, svo það verða pottþétt flöskur afgangs til að drekka yfir hátíðarnar. Mikið svakalega var hann góður um áramót í fyrra, reyndar þá bruggaður í júní, svo mögulega er ég orðinn of seinn... Ég held ég eigi örfáar flöskur af þessarri uppskrift bruggaðar í vor, spurning um að "fela" nokkrar af þeim til að vera viss um að eiga "jólabjór"
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi