Jólabjórar.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Jólabjórar.

Post by gunnarolis »

Nú fer Júlí að líða undir lok og því ættu menn að fara að huga að jólabjórnum. Ef jólabjórinn á að vera stór og flókinn, jafnvel kryddaður, þá er gott að hann fái smá tíma á flöskum til þess að jafna sig og taka bragð. Á Janúarfundi verður jólabjórasmökkun þannig að það er um að gera að fara að brugga.

Nokkrar jólauppskriftir má finna í bókinni Radical Brewing. Gæti verið gaman að prófa einhverja af þeim uppskriftum. Vanillubættur stout, Bockar, Belgískur Quad...endalausir möguleikar.

Endilega brugga jólabjór.

Kv Stjórnin.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Jólabjórar.

Post by Classic »

Ég stressa mig lítið, "flaggskips" bjórinn minn, ameríska fölölið Apaspil, þroskast þannig að þegar hann fer að nálgast það að verða "of gamall", þá sýnir hann karakter sem minnir á það sem stóru brugghúsin kalla "jólabjór", nema bara að þessi er bragðgóður. Hann er fyrstur á dagskrá þegar ég fæ næst extrakt, þ.a. svo lengi sem brouwland sendingin dregst ekki of lengi, þá verða síðustu flöskurnar af fyrsta bruggi eftir browland að fínasta jólabjór. Ég vinn í verslun, svo ég hef hvorteðer ekki mikinn tíma til að drekka bjór í nóvember og desember, svo það verða pottþétt flöskur afgangs til að drekka yfir hátíðarnar. Mikið svakalega var hann góður um áramót í fyrra, reyndar þá bruggaður í júní, svo mögulega er ég orðinn of seinn... Ég held ég eigi örfáar flöskur af þessarri uppskrift bruggaðar í vor, spurning um að "fela" nokkrar af þeim til að vera viss um að eiga "jólabjór" :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply