Sælir félagar.
Nú er hafið nýtt félagsár, og fara viðburðirnir að detta inn. Þeir sem greiddu félagsaðild fyrir síðasta ár þurfa því að greiða aftur fyrir þetta ár vilji þeir halda áfram að vera félagsmenn. Eins og á síðasta félagsári verður það þannig að fullgildir meðlimir eru betur settir hvað greiðslur varðar á viðburði félagsins og koma til með að ganga fyrir ef sú staða kemur upp. Hvernig gerast skal fullgildur meðlimur í félaginu má sjá í öðrum þræði hér á spjallborðinu.
Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga á málefnum félagsins til þess að skrá sig og styrkja þannig félagið og auka möguleikann á góðum viðburðum.
Þeir sem eru fullgildir meðlimir fá einnig afslátt í félagspöntunum og fá atkvæðisrétt á aðalfundum.
Kv.