Aman.is

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Aman.is

Post by Gvarimoto »

Sælir strákar, langar að deila smá reynslu með ykkur hérna.

Hef 4-5 sinnum pantað frá Ámuni síðasta árið og hefur það komið fyrir 3 sinnum að þeir senda mér vitlausa hluti.

Núna í gær t.d átti pakkinn að vera kominn til mín en hann fer fyrst á vitlaust heimilisfang (sem ég var búinn að breyta bæði á aman.is, og svo þjóðskrá og pósthúsi fyrir um 20 dögum síðan)

Og þarf ég að standa í veseni til að fá pakkan í rétt bæjarfélag og þar stendur uppi auka kostnaður á sendingu.
Aman.is borgar þann aukakostnað, sem var mjög flott.

Svo fæ ég núna pakkann og opna hann.

meðal annars pantaði ég IP-5 klórsóda, en fékk Sítrónusýru í staðinn
Ég er búinn að senda þeim póst og kvarta, vanalega væri þetta ekkert mál en ég er að fara að setja á flöskur á morgun og þarf klórsóda til að hreinsa allt...

Í hin skiptin sem ég fékk vitlausa vöru voru það bragðefni í sterkara o.s.f



En samt, í nánast hvert sinn sem ég panta þarna fæ ég vitlausa vöru og þarf að standa í veseni.



Hefur einhver annar svona reynslu af Aman.is ?
(P.S Alls ekkert "diss" á Ámuna, elska svona verslanir sem redda manni því sem þarf, samt leiðinlegt vesen að þurfa að standa í svona þegar maður er að versla og bíða marga daga til að fá vöru og svo fær maður vitlausa vörur.)





EDIT;

Fékk símtal frá þeim núna þar sem hann byðst afsökunnar og fær mann hérna á AK til að skutla til mín flösku af klórsóda í dag og endurgreiða mismuninn.
Þetta eru víst frábærir menn inn við beinið, mistök koma fyrir hjá öllum víst. Ég hef bara verið eitthvað óheppinn :)

En já, allt í góðu, þeir koma svo vel framm við mig að ég verð að segja þrátt fyrir allt eru þetta frábærir menn sem gera það sem þeir geta til að redda manni og leiðrétta mistök :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Post Reply