Craig Tube

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Sigfús Jóns
Villigerill
Posts: 21
Joined: 8. Feb 2011 20:39
Location: Borgarfjörðurinn

Craig Tube

Post by Sigfús Jóns »

Mér finnst svolítið leiðinlegt að menn séu stöðugt að dissa craigtube.
já hann bruggar bara extract og partial stundum en hann er ánægður með það sem að hann gerir og það er óþarfi að vera að dissa hann út af því. svolítið asnalegt að eiga benz og dissa mann sem að er sáttur við toyotuna sína sem að virkar vel hjá honum en hann vill ekki kaupa sér benz út af því að það kostar meira.. en eins og maðurinn sagði hann hefur verið að brugga í 30 ár með extract og að hans sögn með góðum árangri þannig að hann ætti að vita sínu viti. en hann segir að ástæðan fyrir því að hann fari ekki út í all-grain sé sú að það taki mun meiri tíma og meiri búnað og sé dýrara og lengi vel fékkst ekki bygg og humlar þar sem hann býr og hann er aðallega að þessu vegna þess að bjór er svo dýr í canada, og hann hefur ekki nema helgarnar til að vera með fjölskyldunni sinni. ekki heldur misskilja þetta þannig að hann viti ekki hvað góður bjór er. ég veit ekki hvort hann lýgur í bjórsmökkununum eða þá að þetta á einhvern undraverðan hátt heppnast hjá honum. eina sem að hann er að gera er að miðla þekkingu sinni og reynslu fyrir fólk sem að er að byrja og mér finnst svo asnalegt að fólk sé að dissa hann fyrir það. öll grunnþekkingin sem að maður þarf er þarna hjá honum fyrir þá sem að eru að byrja og svo fer fólk bara eithvað annað til að læra um all grain.. ég bara get ekki séð hvað ykkur finnst svo asnalegt við það..

ps: ég er búinn að vera að brugga síðan um jólin og veit nokkurnveginn allt sem að ég "þarf"að vita og það sem ég veit er að mjög stóru leyti komið frá honum
Kveðja
Sigfús Jónsson

Á flöskum: Bee Cave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Craig Tube

Post by sigurdur »

Er þetta framhald á umræðu af öðru spjallborði/youtube, eða eru menn að dissa Craig hérna?

Ég man a.m.k. ekki eftir miklu dissi af þessu spjallborði í garð Craig, þó að sumir séu ósáttir við útkomuna af kit'n'kilo brugginu.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Craig Tube

Post by gunnarolis »

Menn hafa lítið verið að sparka í Craig á þessari síðu og alger óþarfi að vera að því svosem. Ef hann er ánægður með það sem hann fær útúr þessu þá er það allt í góðu.

Ég hef hinsvegar séð hann gefa misgáfuleg ráð, og það er alltaf vont ef að einhver með mikla dreifingu er að gefa slæm ráð. Það finnst líka mörgum með reynslu af dósakittum skrítið hversu hrikalega vel hann lýsir útkomunni sinni, gefið að þeir hafa fengið aðra útkomu úr nákvæmlega sömu kittum.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Sigfús Jóns
Villigerill
Posts: 21
Joined: 8. Feb 2011 20:39
Location: Borgarfjörðurinn

Re: Craig Tube

Post by Sigfús Jóns »

gunnarolis wrote:Menn hafa lítið verið að sparka í Craig á þessari síðu og alger óþarfi að vera að því svosem. Ef hann er ánægður með það sem hann fær útúr þessu þá er það allt í góðu.

Ég hef hinsvegar séð hann gefa misgáfuleg ráð, og það er alltaf vont ef að einhver með mikla dreifingu er að gefa slæm ráð. Það finnst líka mörgum með reynslu af dósakittum skrítið hversu hrikalega vel hann lýsir útkomunni sinni, gefið að þeir hafa fengið aðra útkomu úr nákvæmlega sömu kittum.
Hann notar reyndar líka adjunct í bjórinn sinn Var líka að heyra það að hann setji 18 lítra í tunnuna í staðinn fyrir 23.. En hvernig er það hafa menn þá ekki bara verið að nota strásykur og fengið slakari útkomu af því (hef persónulega ekki mikla trú á kit'n kilo sjálfur) Mér finnst þetta bara svo skrýtið af því að öll hin videoin hans eru rock solid. kit'n kilo er eiginlega eina dilemmað í þessu máli en það má samt ekki dissa hann of mikið út af þessu eina vegna þess að allt hitt er eins og ég sagði nokkuð rock solid
Kveðja
Sigfús Jónsson

Á flöskum: Bee Cave
User avatar
Sigfús Jóns
Villigerill
Posts: 21
Joined: 8. Feb 2011 20:39
Location: Borgarfjörðurinn

Re: Craig Tube

Post by Sigfús Jóns »

Sigfús Jóns wrote:
gunnarolis wrote:Menn hafa lítið verið að sparka í Craig á þessari síðu og alger óþarfi að vera að því svosem. Ef hann er ánægður með það sem hann fær útúr þessu þá er það allt í góðu.

Ég hef hinsvegar séð hann gefa misgáfuleg ráð, og það er alltaf vont ef að einhver með mikla dreifingu er að gefa slæm ráð. Það finnst líka mörgum með reynslu af dósakittum skrítið hversu hrikalega vel hann lýsir útkomunni sinni, gefið að þeir hafa fengið aðra útkomu úr nákvæmlega sömu kittum.
Hann notar reyndar líka adjunct í bjórinn sinn Var líka að heyra það að hann setji 18 lítra í tunnuna í staðinn fyrir 23.. En hvernig er það hafa menn þá ekki bara verið að nota strásykur og fengið slakari útkomu af því (hef persónulega ekki mikla trú á kit'n kilo sjálfur) Mér finnst þetta bara svo skrýtið af því að öll hin videoin hans eru rock solid. kit'n kilo er eiginlega eina dilemmað í þessu máli en það má samt ekki dissa hann of mikið út af þessu eina vegna þess að allt hitt er eins og ég sagði nokkuð rock solid
Er búinn að leysa þetta.. í hvert skipti sem hann fer í búðina ruglast hann á dextrose og dry malt extract :mrgreen:
Kveðja
Sigfús Jónsson

Á flöskum: Bee Cave
Post Reply