Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by bergrisi »

Ég er núna búinn að leggja í mína fyrstu All grain lögun. Áður var ég búinn að gera eitt kitt með dósasulli til að kynnast ferlinu. Núna þegar ég prufa bjórana frá fyrstu lögun þá eru sumir alveg flatir. Þeir sem voru á Grolsh flöskum voru í lagi en þeir sem voru með tappa virðast slappir. Ég var með gamlan tappalokara og er að vona að hann sé sökudólgurinn. Er búnn að kaupa mér nýjan tappalokara sem ég ætla að nota næst. En svo gæti þetta verið flöskurnar.

Hver er ykkar reynsla af því að tappa á? Hefur það klikkað?
Geta þetta verið flöskurnar? Er með 1/2 lítra Thule og svo brúnar 330 ml frá Kalda og Ölversholti.

Ég vill bara vera viss um að það klikki ekkert þegar ég set seinni lögunina á flöskur.

Þetta er í gerjun hjá mér
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false;,
ætla svo að setja þennan í gang eftir helgi
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/TriCentennialIPA" onclick="window.open(this.href);return false;

Með kveðju
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by atax1c »

Hefur aldrei klikkað hjá mér. Mín ágiskun er að gamli tappalokarinn sé eitthvað slappur eða þá að þú hafir ekki blandað sykurlausninni nógu vel og jafnt við bjórinn.

Ef þú sýður sykurinn í smá vatni, setur þá blöndu svo neðst í átöppunarfötuna og fleytir bjórnum svo yfir á sykurinn þá ættiru að fá pottþétta blöndu.

Gangi þér vel :beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by bergrisi »

Mig grunar það nefnilega. Ég vissi ekki hvað ég átti að hita sykurinn mikið og í hvað miklu magni af vatni. Hann var held ég ekki allur uppleystur þegar setti hann í gerjunarfötuna. Á ég kannski að hræra vel í gerjunarfötunni eftir að virturinn er kominn í?

Ætla að passa mig á þessu næst og nota nýja tappaásetjarann. En gott að þessi mistök gerist í þessum bjór í staðin fyrir all grain bjórsins.

Takk fyrir
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by sigurdur »

Ekki hræra harkalega þegar bjórinn er kominn í átöppunarfötuna, hrærðu rólega.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by atax1c »

Þú þarft ekki einu sinni að hræra ef þú nærð svona léttri hringrás þegar þú fleytir yfir í átöppunarfötuna.

En ef þú vilt hræra, ekki hræra harkalega eins og Sigurður segir, þú vilt ekki súrefni í bjórinn á þessu stigi.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by sigurdur »

atax1c wrote:Þú þarft ekki einu sinni að hræra ef þú nærð svona léttri hringrás þegar þú fleytir yfir í átöppunarfötuna.

En ef þú vilt hræra, ekki hræra harkalega eins og Sigurður segir, þú vilt ekki súrefni í bjórinn á þessu stigi.
Mín reynsla er ekki þessi. Ég hef fengið mismikla kolsýru ÞRÁTT fyrir það að ég hafi náð ágætri hringrás.
Í dag treysti ég ekki hringrásinni og hræri varlega.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by bergrisi »

Takk fyrir ráðleggingarnar.

Mun blanda þessu saman ofurvarlega næst.

ca 10 dagar í næstu átöppun.

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by gunnarolis »

Sykurinn uppleystur í 500ml af vatni, suða kemur upp og fær að krauma í 1-2 mínútur.

Þetta hef ég gert, fleyti bjórnum ofaná sykurlausnina í hreinni sótthreinsaðri fötu. Hræri síðan varlega og tappa svo á.

Hefur ekki klikkað hingaðtil.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by bergrisi »

Takk, var einmitt að velta fyrir mér magninu af vatni og hvað lengi maður sýður. Síðast leysti ég bara upp sykur í volgu vatni og það hefur ekki verið meita en 2 dl. Ég held ég helli bara þessari tilraun og bíð spenntur eftir að prófa all grain sem er að gerjast núna.

Takk fyrir hjálpina. Gott að geta leitað til ykkar

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by anton »

Það getur myndast mismikil kolsýra í flöskunum eftir því hvað þú setur mikinn bjór í flöskurnar. Þannig að ef það er t.d. 4cm í tappa á einni flösku en 1cm í annari þá myndast jafn mikil kolsýra, en hinsvegar verður meira uppleyst í ölina á flöskunni með 1cm borðinu.

Þannig að þetta er ekki bara sykuruppleysingin, líka hvernig áfyllingin er.

Ég hef tekið eftir þessu þar sem það hefur klikkað og er aðeins of lítið í flöskunum, þá eru þær minna kolsýrðar, einnig, ef að maður hefur sett full mikið þá er hún meira súr.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta tilraun - tappavandræði!

Post by bergrisi »

Takk fyrir þessa ábendingu. Þegar leið á töppunina þá fór ég að vanda mig meira. Fyrstu flöskurnar voru mjög misjafnar. Næsta átöppun er eftir 10 daga og þá verður vandað til verka.

Kveðja
Rúnar
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply