Ég er núna búinn að leggja í mína fyrstu All grain lögun. Áður var ég búinn að gera eitt kitt með dósasulli til að kynnast ferlinu. Núna þegar ég prufa bjórana frá fyrstu lögun þá eru sumir alveg flatir. Þeir sem voru á Grolsh flöskum voru í lagi en þeir sem voru með tappa virðast slappir. Ég var með gamlan tappalokara og er að vona að hann sé sökudólgurinn. Er búnn að kaupa mér nýjan tappalokara sem ég ætla að nota næst. En svo gæti þetta verið flöskurnar.
Hver er ykkar reynsla af því að tappa á? Hefur það klikkað?
Geta þetta verið flöskurnar? Er með 1/2 lítra Thule og svo brúnar 330 ml frá Kalda og Ölversholti.
Ég vill bara vera viss um að það klikki ekkert þegar ég set seinni lögunina á flöskur.
Þetta er í gerjun hjá mér
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false;,
ætla svo að setja þennan í gang eftir helgi
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/TriCentennialIPA" onclick="window.open(this.href);return false;
Með kveðju
Rúnar