Íslenskt bygg

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
bjorgi1
Villigerill
Posts: 2
Joined: 17. May 2011 12:45

Íslenskt bygg

Post by bjorgi1 »

Veit eitthver hvar er hægt að nálgast íslenskt bygg, og hvort sé gott til
að malta/rista og nota í bjórgerð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Íslenskt bygg

Post by hrafnkell »

bjorgi1 wrote:Veit eitthver hvar er hægt að nálgast íslenskt bygg, og hvort sé gott til
að malta/rista og nota í bjórgerð.
Einhverjir hafa náð ágætis árangri með að nota útsæði. Það hefur sprírað vel og náð að converta ágætlega. Ansi mikil vinna samt, og nema möltunartæknin sé góð hjá manni þá verður nýtnin frekar léleg. Nýtnin skiptir samt ekki öllu máli líklega, þar sem útsæðið er afar ódýrt.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Íslenskt bygg

Post by sigurdur »

Þess má geta að þorrabjórinn frá Egils var gerður einungis úr ómöltuðu sérstöku íslensku byggi sem gaf bjórnum einstakann -WIT- karakter að mínu mati.
Ég myndi persónulega pressa á Gumma og Stulla hjá Ölgerðinni í að gefa upp hvaðan þeir fengu byggið (eða fá smá afleggjara frá þeim ásamt leiðbeiningum) ef ég ætlaði í íslenska byggið.
bjorgi1
Villigerill
Posts: 2
Joined: 17. May 2011 12:45

Re: Íslenskt bygg

Post by bjorgi1 »

Ef notað er ómaltað bygg, þarf þá að bæta upp með sykri.

Ég hef verið að malta bygg og rista erlendis með góðri útkomu en langar að prófa Ísl.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Íslenskt bygg

Post by ulfar »

Þrír möguleikar þegar nota á íslenskt bygg

1. Nota hvaða bygg sem er, sleppa því að malta en passa að hlutfallið fari ekki yfir 10%
2. Nota hvaða bygg sem er og nota ensími í stað þess að malta - hef ekki prófað.
3. Nota sáðbygg og malta - mikil vinna.
Post Reply