Nú þarf ég að fara að fjárfesta í hitastýringu fyrir suðupottinn, Hvar á klakanum er best að kaupa þær og er eitthvað sem þið sem hafið reynsluna í þessu mynduð velja framyfir annað? Ég er með 75lítra stálpott með 3kw elementi í.
Ég var búin að heyra það frá Hrafnkeli að hann sé að fara að fá einhverjar stýringar, væri fínt að fá einhverjar upplýsingar um þær ef hann les þráðinn

Einnig var einn spjallverji hérna búin að bjóða mér í heimsókn til að skoða uppsetninguna hjá sér á græjum, sem ég ætla að nýta mér í vikunni ef það stendur enþá til boða.
Ef það eru einhverjir fleiri sem gætu tekið svona nýgræðing eins og mig og leyft mér að skoða þá má hann sami hafa samband við mig.
p.s
Svona til gamans þá er fyrsta blandan (dósarusl, en einhversstaðar verður maður að byrja) kominn á flöskur... Þá er ekkert annað að gera en að klára að koma sér upp BIAB græjum og gera þetta frá grunni.
Bjórkveðja
Daníel Jökuls