Maltextrakt.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Absinthe
Villigerill
Posts: 18
Joined: 15. Jan 2011 23:16

Maltextrakt.

Post by Absinthe »

Ég hef verið að sjá að það er oft mælt með að setja maltextrakt í bjór kit-in. Ef að ég set í 23 lítra lögn, hversu mikið extrakt fer í þetta? Er þetta svipað og volume-ið á hunangi?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Maltextrakt.

Post by hrafnkell »

Absinthe wrote:Ég hef verið að sjá að það er oft mælt með að setja maltextrakt í bjór kit-in. Ef að ég set í 23 lítra lögn, hversu mikið extrakt fer í þetta? Er þetta svipað og volume-ið á hunangi?
Setur líklega jafn mikið af extrakti og þú myndir setja af sykri.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Maltextrakt.

Post by Oli »

Sæll
ef þú notar maltextrakt ættirðu að fá betri bjór, meira boddí osfrv.
Ef þú notar dextrósa ertu með 100% gerjanlegan sykur, maltextrakt getur hinsvegar verið mismunandi mikið gerjanlegt eftir tegundum, kannski 80-90% og svo getur verið munur á þurru maltextrakti (DME) og sírópi (LME). Þú verður að prófa þig áfram með þetta en ég persónulega myndi nota aðeins meira af maltextrakti en af sykri, í versta falli færðu sterkari bjór.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Maltextrakt.

Post by Örvar »

Ég hef notað LME útí svona kitt og var þá að setja um 20% meira af LME en ég hefði sett af sykri.
Absinthe
Villigerill
Posts: 18
Joined: 15. Jan 2011 23:16

Re: Maltextrakt.

Post by Absinthe »

Takk fyrir fróðleg svör. Þá er aðal málið; hvar er hægt að fá ódýrasta extraktið? ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Maltextrakt.

Post by hrafnkell »

Absinthe wrote:Takk fyrir fróðleg svör. Þá er aðal málið; hvar er hægt að fá ódýrasta extraktið? ;)
Það liggur við að það sé bara ódýrast að nota bara 2 dósir af bjórsýrópinu. Annars er vínkjallarinn með eitthvað af DME.

Svo er reyndar til bakaramalt sem einhverjir hafa verið að nota.
Post Reply