Ég er að undirbúa að leggja í mína fyrstu bjórlögun og hef verið að skoða með sykurtegund í senni gerjun. Eigandinn að Vínkjallaranum mælti með að nota malt extract þurrduftið sem hann selur í staðinn fyrir þrúgusykur (og allra sýst strásykurinn). Þekker einhver til áhrifanna af að nota malt extract í stað þrúusykurs og þá bæði á bragðið og ekki síður það magn sem þarf af extractinu (þurrduftinu sem segir að 1 kg duft samsvari 1,6 kg af byggi) vs það magns sem þarf að þrúusykrinum.
Helgi - mig grunar að þú sért að tala um tegund sykurs til að nota við átöppun... er það ekki annars?
Ef svo er...
Við strákarnir höfum alltaf notað dextrósa, þar til núna um daginn þegar við ákváðum að nota venjulegan borðsykur. Ég var búinn að spyrja menn á mánudagsfundum hvað þeir væru að nota og (nánast) allir eru að nota borðsykur við átöppun og segja að munurinn sé ekki greinanlegur.
Ef þú ert hins vegar að tala um að nota sykur í seinni gerjun, þ.e. til að koma gerjun aftur í gang eða til að bæta við alkóhóli, þá mæli ég hiklaust með malt extrakti (ef þú átt nóg af peningum) fram yfir sykur.
Hvað meini þið með eftirgerjun? Fer hún ekki fram í flöskunum?
Félaginn í Ámunni sagði mér að fleyta bjórnum yfir á dúnk nr. 2 þegar sykurmagnið væri komið alveg niður, og bæta þá við 150.gr af sykri við sem ég átti að bræða niður með smá vatni og bæta út í. Og tappa svo beint yfir á flöskur og láta kolsýruna myndast hægt og rólega.
"No matter how you drink it, you’ll always be drinking distinctive flavor." Jack Daniels.
Eftirgerjun fer fram í flöskum, nema um sérstaka bjóra sé um að ræða.
Mér hefur gefist best að bræða sykurinn með vatni (ég set oftast aldrei svona mikið í 25L, reiknaðu út hversu mikinn sykur þú þarft að setja í, reiknivélar eru á netinu), setja það í seinni ílátið og fleyta svo bjórinum yfir sykurlöginn. Svo fer bjórinn á flöskur.
Með þessari aðferð, þá fæst mun jafnara kolsýrumagn í flöskum.