Við munum birta dagskránna síðar en það sem er á döfinni er bjórsmökkun og erum við að vinna í því að fá sem flesta bjórframleiðendur landsins til að taka þátt í veglegri bjórkynningu þar sem gestir hátíðarinnar fá að smakka það besta sem íslensk bjórframleiðsla hefur upp á að bjóða, nú þegar höfum við fengið frábærar viðtökur frá bjórframleiðendum og stefnir í hina veglegustu hátíð.
Tekur svo við smá hátíðar dagskrá og verður ýmislegt skemmtiefni sem verður tilkynnt síðar ásamt keppnum og s.frv. Verður svo tilboð á bjór á barnum fyrir bjóráhugafólk allt kvöldið og ef það mæta með einhverjir sem hafa ekki mikinn áhuga á bjór, þá munum við bjóða einnig upp á tilboð á drykkjum fyrir þau, við munum svo útvega léttar veitingar handa gestum í boði snakk.is.
Þar sem þetta verður haldið á Ránni (http://www.rain.is" onclick="window.open(this.href);return false;), Reykjanesbæ, þá verður hægt að leigja sér herbergi fyrir lítið fyrir þá sem eiga ekki heima í nágreninu, sem dæmi, um 9000 kr- fyrir tveggja manna herbergi og innifalið morgunverður (það verða líka eins manna herbergi í boði). Einnig er verið að skoða ódýrari herbergi en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.
Hafir þú áhuga á að mæta í eina skemmtilegustu bjórhátíð landsins og smakka úrvals íslenska bjóra og taka þátt í að fagna með okkur eins árs afmæli Bjórspjalls, endilega skráðu þig og gest/i og hvort þú hafir áhuga á að leigja þér herbergi og þá hversu lengi? Við munum svo senda þér dagskrár upplýsingar og staðfestingu á skráningu herbergis.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta á fyrstu af vonandi mörgum hátíðum Bjórspjalls!
slóðin er http://bjorspjall.is/?page_id=3278" onclick="window.open(this.href);return false;