Mér fynnst það mjög gott markmið
Það eru til nokkrar mismunandi aðferðir til að brugga.
Ég byrjaði á svo kallaðri - Humluð Extrakt bruggun - Týpískt notað Coopers Kit sem þú kaupir í ámunni. Tekur svona kit bætir í 5 L af sjóðandi vatni við sírópið sem kemur úr dósini og fyllir upp í 23 L í brugg ílátið sem þú ætlar að nota.
Lætur þetta standa í rúmlega 20 daga og smellir beint á flöskur. Bætir við smá sykri við hverja flösku (magn fer eftir uppskrift) og svo bíðurðu í ca. 2 vikur til að drekka þetta.
Svona Humlað Extrakt eru sennilega síðstu bjórarnir en klárlega minnsta málið.
Það eru líka til mun fleiri leiðir þar sem þig vantar korn og annað dót sem þú sýður saman eftir ákveðnum aðferðum en ég er kanski ekki besti maðurinn að lýsa hvernig maður gerir það þar sem að ég á ekki græjjurnar í það né hef ég gert það.
Ég myndi segja að það sé sniðugt að prufa svona coopers kit og kaupa "start" kittið hjá ámunni, þeir sýna þér hvernig þú átt að gera hlutina með því kitti líka þannig að það er flottur starter í áhugamálið.