Kolsýra í bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
addi31
Villigerill
Posts: 36
Joined: 2. Dec 2010 22:49

Kolsýra í bjór

Post by addi31 »

Langar að spyrja ykkur bjórfróðu menn varðandi kolsýru í heimabrugguðum bjór.

Nær maður aldrei sama magni af kolýru og í bjór sem er keyptur, eða sem kolsýra er sett í, með því að fá náttúrulega kolsýru með því að nota sykur?

Hef sett í 2 bee cave uppskriftir og hann freyðir flott en hann verður ekki jafn "ofur" kolsýrður og keyptur bjór.

Er almennt Ale bjórar ekki jafn kolsýrðir og Lager bjórar?


Öll svör vel þegin við þessum byrjenda bjórbruggsspurningum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kolsýra í bjór

Post by hrafnkell »

addi31 wrote:Langar að spyrja ykkur bjórfróðu menn varðandi kolsýru í heimabrugguðum bjór.

Nær maður aldrei sama magni af kolýru og í bjór sem er keyptur, eða sem kolsýra er sett í, með því að fá náttúrulega kolsýru með því að nota sykur?

Hef sett í 2 bee cave uppskriftir og hann freyðir flott en hann verður ekki jafn "ofur" kolsýrður og keyptur bjór.

Er almennt Ale bjórar ekki jafn kolsýrðir og Lager bjórar?


Öll svör vel þegin við þessum byrjenda bjórbruggsspurningum.
Ef þú vilt meiri kolsýru þá seturðu aðeins meira af sykri. Þú getur fengið alla þá kolsýru sem þú vilt, það fer bara eftir sykurmagninu sem þú bætir í fyrir átöppun.

Getur notað þessa reiknivél til að reikna sykurmagn út:
http://www.tastybrew.com/calculators/priming.html" onclick="window.open(this.href);return false;
addi31
Villigerill
Posts: 36
Joined: 2. Dec 2010 22:49

Re: Kolsýra í bjór

Post by addi31 »

Er Ale bjór almennt alveg jafn kolsýrður og Lager bjór? Þeas í heimabruggi.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kolsýra í bjór

Post by Eyvindur »

Kolsýrumagnið hefur ekkert með heimabrugg vs. pro brugghús að gera. Þetta fylgir stílunum. Lager er mjög mikið kolsýrður. Pale ale er miklu minna kolsýrður. Stout svo enn minna. Hefðbundinn lambic er ekkert kolsýrður. En það eru til öltegundir sem eru mikið kolsýrðar, til dæmis hveitibjórar, belgískt ljósöl og fleira.

Ef mér skjátlast ekki er Bee Cave amerískt ljósöl, og því hæfir stílnum að hafa kolsýruna hóflega. (En skítt með stíla - ef þú vilt meiri kolsýru skaltu bara kolsýra meira.)

Annars finnst mér gjarnan miklu betra að drekka lítið kolsýrðan bjór af þeirri einföldu ástæðu að maður getur drukkið meira án þess að verða uppþembdur. ;)
(Auk þess fæ ég oft brjóstsviða af mikið kolsýrðum bjór.)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
addi31
Villigerill
Posts: 36
Joined: 2. Dec 2010 22:49

Re: Kolsýra í bjór

Post by addi31 »

Takk fyrir svörin... þarf bara að fara koma mér upp aðstöðu til að gera Lager bjór :beer:
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Kolsýra í bjór

Post by arnarb »

Eins og Eyvindur bendir á þá fer það eftir stílum hversu mikið bjórinn er kolsýrður.

Ég brugga mest öl og finnst betra að hafa hann örlítið meira kolsýrðan en ekki. Ég set því um 140-150g af kornsykri í 21-22L lögn sem er í efri mörkum stílsins. Mæli með að nota reikniforrit eins og hrafnkell bendir á til að setja ekki óvart of mikið og lenda í því að sprengja flöskur.

Þú getur verið óhræddur við að kolsýra öl meira en stíllinn segir til um ef þér finnst það betra - það er nú það góða við heimabruggið, þú stjórnar ferlinu alveg sjálfur.
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply