Langar að spyrja ykkur bjórfróðu menn varðandi kolsýru í heimabrugguðum bjór.
Nær maður aldrei sama magni af kolýru og í bjór sem er keyptur, eða sem kolsýra er sett í, með því að fá náttúrulega kolsýru með því að nota sykur?
Hef sett í 2 bee cave uppskriftir og hann freyðir flott en hann verður ekki jafn "ofur" kolsýrður og keyptur bjór.
Er almennt Ale bjórar ekki jafn kolsýrðir og Lager bjórar?
Öll svör vel þegin við þessum byrjenda bjórbruggsspurningum.