Ég setti í einn Bee Cave á sunnudaginn og allt gekk ljómandi vel. Lét Virtinn kólna yfir nótt og setti gerið í á mánudaginn sl. Súrefnismagnið í Virtinum á að vera mjög mikið.
Ég er með um 21L af öli í 33L+ tunnu sem er allveg lokuð með loftlás ofaná. Ég hef hingað til ekki séð neitt einasta blúb í loftlásnum hjá mér. Prufaði að opna tunnuna í gær og allt leit vel út og fínasta lykt. Var að gerja við 18°C og prufaði að hækka hitann um 2-3 gráður til að athuga hvort það breytti einhverju. Gerði það ekki.
Er ekki að blúba í loftlásinum hjá mér þar sem ég er með svo stóra tunnu miðað við magn af virti?
Hvaða ger notaðirðu? Hvar fékkstu það? Hvernig settirðu það í?
Ertu viss um að lokið á tunninni hafi verið/sé þétt og vel lokað?[/quote]
Er að nota Fermentis US-05 sem ég fékk frá Brew.is. Stráði því fyrir virtinn þegar hann var orðinn um 20°C. Beið í 10-15mín áður en ég hrærði í og lokaði. Þetta var á mánudaginn sl.
Er með 33L tunnu úr viðarsúlunni sem ég hef lokað allveg.
Það ætti eitthvað að bubbla... Er komin einhver bjórlykt af þessu hjá þér? s.s. ekki bara kornlyktin sem er áður en þú setur gerið í, heldur svona lykt sem fær mann til að tárast ef maður kjánast til að stinga hausnum í tunnuna í miðri gerjun og þefa hressilega. Ef hún er til staðar þá er líklegt að kolsýran leiki einhversstaðar annarsstaðar út en í gegnum vatnslásinn...
Ef það er ekki þá er pæling að mæla bjórinn og sjá hvort gerjunin sé byrjuð.
Kalt mat, magn vatns í vatnslásnum breytir engu. Kom "krausen", eða skán ofaná bjórinn. Svona svolítið eins og froðan sem kemur ofaná bjór þegar þú hellir?
Ef þú ert með glæra fötu sést hún án þess að opna...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
US-05 á það til að vinna svakalega hratt. Það er spurning hvort þú hafir kannski bara misst af gerjuninni. Það hefur gerst. Eru merki um froðu, til dæmis hringur innan í tunnunni ofan við bjórinn? Eða er þetta alveg hreint?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Þakka fyrir öll ráðin. Var að taka sýni rétt í þessu og var Gravityið komið niður í 1.015 svo gerjunin er nánast búin. Hef greinilega misst af öllum látunum. Það er fínasta froðuskán í tunnunni og allt lítur vel út. Hlýtur að leka út annarstaðar en um loftlásinn. Þarf að kíkja á það fyrir næstu lögn.
Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og hef einmitt séð það sama, gravity fellur og gerjun á sér stað þó svo það sjáist ekki á vatnslásnum. Gasið er þá greinilega að sleppa út annarsstaðar en úr vatnslásnum.
Ég var einmitt líka að brugga í fyrsta sinn um helgina og ég hrærði ekkert í þessu. Nú er ég svo illa staddur að það tekur mig 40 min að keyra að virtanum.