Spurning varðandi kælingu

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gylfisig
Villigerill
Posts: 9
Joined: 3. Mar 2011 18:23

Spurning varðandi kælingu

Post by gylfisig »

Sælir

Ég hef kynnt mér nokkuð ferli bjórbruggunar og hef eina spurningu.

Eins og ég skil þetta þá á að kæla virtann niður í 20-25°C eftir suðu.

Varðandi kælingu, á suðukerið að vera lokað og loftþétt við kælingu eða á það að vera lokað með vatnslás eða á það hreinlega að vera opið?

Takk fyrir.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by gunnarolis »

Hafðu það bara opið.

Ég helli reyndar virtinum heitum úr suðupottinum og í gerjunarílát og kæli í því, eini ókosturinn við það er að þá færðu "trub"-ið með í gerjunarfötuna, það skiptir mig engu máli, ég fleyti bara ofanaf því síðar.

Bottom line er að þú getur kælt með pottinn opinn, ef þú setur þetta í gerjunarkerið áður en þú kælir, þá mannstu auðvitað að vera búinn að sótthreinsa það vel áður.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by hrafnkell »

Ef þú ert að pæla í að kæla yfir nótt (ekki með kæligræjum), þá borgar sig að vera með ílátið lokað, til að það fari ekki einhverjir villigerlar í það. Passaðu að lokið sé þá sótthreinsað.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by Eyvindur »

Ókey, sorrý Gunnar, en það er skelfileg ráðlegging að segja fólki að hafa ílátið opið. Jú, litlar líkur á sýkingu, en samt sem áður einhverjar. Það eru alls konar bakteríur í ryki, og ef maður er í smá stund að kæla (ég hef verið allt uppundir klukkutíma, eftir magni) eru alveg smá líkur á sýkingu.

Ég veit að við finnum öll þá aðferð sem hentar okkur, og það er óþarfi að stressa sig, en mér finnst svolítill ábyrgðarhluti að vera ekki að ráðleggja fólki að fara glannalega. Það er minnsta málið að hafa lok laust yfir pottinum þegar maður kælir með kælispíral, og minnkar líkurnar á sýkingu.

Ég vil alltaf ráðleggja fólki að fara varlega, og vanda sig, frekar en að byrja á því að stytta sér leið. Það er miklu sniðugra að finna frekar styttir leiðir þegar maður er kominn upp á lagið með þetta. Reyndar er loklaus kæling alls ekkert styttri leið - bara glannaskapur sem ég skil ekki alveg. Það er reyndar alveg heilmikið af sýklum í andrúmsloftinu, og ég skil ekki hvers vegna þú vilt fá það í bjórinn þinn, þegar það er ekkert mál að skella loki á pottinn.

Afsakið ramble - pínu drukkinn... Njótið helgarinnar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by anton »

Ég nota alltaf kælispíral. Opið. En við erum að tala um ca 15 mínútur fyrrir 25l...

Ath, heitt vatn dregst saman við kælingu. Ef sett í gerjunarílát, og látið kólna þar, ekki setja vatnslás í, allavega ekki með vatni, því það gæti "dregist ofaní" -- setja þá bara álpappír yfir eða grisju yfir "þurran" vatnslásinn eða gatið. Ekki loka alveg allavega ef ílátið er loftþétt...

Kannski ekki neitt svaðalega mikið mál, en ég hef fest pottlok á borði OG helluborði þar sem "gufa" hefur veirð undir pottlokinu og við kólnun hefur það sogast fast! Ekki gaman. Líka lennt í að festa saman tvo potta... þar þurfti ég að setja þá á hellu og hita upp og svo spila "mr. madman" að draga þá í sundur...ég var næstum búinn að henda tveim pottum! ... en þetta er auðvitað efni í sjálfsæfisögu hrakfallabálks... hehe...
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by gunnarolis »

Það tekur 20 mínútur fyrir mig að kæla með kælispíralnum mínum, og að kæla með ílátið opið í þann tíma skiptir nákvæmlega engu máli, ok ef þú vilt vera paranojaður (sem að þú með eftirminnilegum hættir ráðlagðir mönnum að vera ekki á chattinu fyrir nokkrum vikum) þá geturðu haft lokið á meðan þú kælir, ég geri það ekki.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by gunnarolis »

Ok til þess að setja þetta í svar sem svarar spurningunni:

Ef þú kælir með því að láta standa yfir nótt, hafðu þá lokið á.

Ef þú kælir með því að setja pottinn í vatnsbað, hafðu þá lokið á. Sumir hræra í með sótthreinsaðri plastsleif til þess að hraða kælingunni, en setja svo lokið á þess á milli.

Ef þú kælir með kælispíral er frábært ef þú getur gert gat á lokið á pottinum og haft það í gegn, það minnkar líkur á sýkingu. Ef þú kælir utandyra eða ert ekki með lok þá hafa einhverjir með góðum árangri erlendis haft rakt handklæði yfir pottinum á meðan þeir kæla.

Til þess að minnka líkur á sýkingu er teórískt betra að vera með lokið á eins mikið og þú getur, en þú tekur síðan bara lokaákvörðunina sjálfur.

edit:typo
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by Eyvindur »

Það er eitt að stressa sig ekki um of, en mér finnst samt óþarfi að vera að ráðleggja fólki að vera kærulaust. Og það er ekkert mál að leggja pottlokið yfir spíralinn - það verður aldrei alveg lokað, en allavega hverfandi líkur á því að eitthvað komist ofan í. Andrúmsloftið, ekki síst í bruggherbergjum þar sem malt hefur verið í umferð og jafvel malað, er allt fullt af lactobaccilus og fleiri óværum sem elska bjór. Þessar bakteríur ferðast um með ryki. Ég vil bara ráðleggja fólki að hafa varann á. Á 15-20 mínútum getur slatti gerst. Líkurnar á því eru einstaklega litlar, en til hvers að taka sénsinn?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by gunnarolis »

Þú ert alveg magnað eintak.

Auðvitað malar þú ekki í sama herbergi og þú bruggar...
Ég veit ekki í hvers konar umhverfi þú ert að brugga Eyvindur, en það virðist vera iðnaðarhúsnæði. Ég hef gert þetta svona í öll þau skipti sem ég hef bruggað enda er staðurinn sem ég brugga á frekar hreinn, ég veit ekkert um almennt hreinlæti þitt, en ef að þú ert að mala kornið á sama stað og þú ert að kæla í þá eru þessar mínútur meðan þú kælir ekki vandamálið þitt.

Hinsvegar er þetta komið töluvert út fyrir það sem þráðurinn snýst um.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by Eyvindur »

Nei, ég mala ekki á sama stað, en ég helli korninu út í meskikerið á sama stað, og þá þyrlast ryk út í loftið. Bruggherbergið mitt er notað í aðra hluti líka (það er m.a. skrifstofan mín), en er jafnan nokkuð hreint. En ekki sótthreinsað.

Enn og aftur: Ég skil ekki af hverju þér finnst svona rosalega nauðsynlegt að fólk setji ekki lok á þegar það kælir. Af hverju finnst þér eitthvað að því að ráðleggja fólki að fara varlega?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by gunnarolis »

Ég sagði hvernig ég geri þetta, Hrafnkell sagði hvernig hann gerði þetta, getur þú ekki bara komið og sagt hvernig þú gerir þetta og reynt að selja þeim þína aðferð? Mér þætti amk vænt um það...

Og ég ráðlegg engum að fara ógætilega, ég hef bara gert þetta svona án vandræða í 20+ skipti og er einungis að deila eigin reynslu. Ég legg til að þú gerir bara slíkt hið sama...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by Eyvindur »

gunnarolis wrote:Hafðu það bara opið.

Ég helli reyndar virtinum heitum úr suðupottinum og í gerjunarílát og kæli í því, eini ókosturinn við það er að þá færðu "trub"-ið með í gerjunarfötuna, það skiptir mig engu máli, ég fleyti bara ofanaf því síðar.

Bottom line er að þú getur kælt með pottinn opinn, ef þú setur þetta í gerjunarkerið áður en þú kælir, þá mannstu auðvitað að vera búinn að sótthreinsa það vel áður.
Þetta heitir ráðlegging í mínum bókum, og ég vildi bara benda á að það er almennt talið óæskilegt að kæla í opnu íláti.

Mér þykir miður að hafa lagt þráðinn undir eitthvað tilgangslaust rifrildi, og biðst afsökunar á því (borgar sig ekki að tjá sig um hluti eftir drykkju). Ég vil endilega að við hættum bara að ræða þetta.

Að lokum: Ég hef alltaf lokið á þegar ég kæli, til að lágmarka sýkingarhættu. Sumir sleppa því, og lenda ekki í vandræðum. Hver hefur sinn háttinn á.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by Oli »

Við mölum í sama herbergi og við sjóðum og kælum, það er kallað bílskúr, ekki iðnaðarhúsnæði þó að það mætti kannski fara að kalla það því eftir alla framleiðsluna ;)
Það kemur fyrir að sumir setji ekki lokið á suðupottinn við kælingu sem tekur kannski 15-30 mín...... höfum ekki enn lent í neinni sýkingu..... 7-9-13.
Held að gamla máltækið hans Charlies Papazian gildi hér RDWHAHB....Mæli þó með því að menn setji lokið á pottinn við kælinguna ef þeir muna eftir því :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
gylfisig
Villigerill
Posts: 9
Joined: 3. Mar 2011 18:23

Re: Spurning varðandi kælingu

Post by gylfisig »

Takk fyrir þetta drengir.
Post Reply