Núna er bjórinn minn búinn að gerjast og ég var að spögulera að færa fötuna í ísskáp (20m frá) til að láta setjast hraðar í honum. Þyrlast mikið upp við svona færslur? eða ætti ég að fleyta af í aðra fötu og færa hana í ísskápinn (nenni því helst ekki).
Ef það þyrlast mikið upp er það ekki fljótt að falla aftur við svona kalt hitastig?
Bara muna að tilkynna nýtt heimilsfang i þjóðskrá.
Það er hinsvegar alveg bann bann að færa rétt áður en þú ert að fara að fleita ofan af, svona ef þú ert að hugsa um að fá þetta sem tærast.
Var að færa hana, fær að standa þar í nokkra daga áður en ég fleyti af. Spennandi að sjá hvort hann verði hreinni en sá síðasti sem var ekki kældur áður en honum var tappað á flöskur (fór beint eftir gerjun).
Ég verð reyndar að benda á að þótt ger þyrlist upp rétt áður en sett er á flöskur þýðir það ekki að bjórinn verði skýjaðari. Það þýðir bara að það verður meira botnfall í flöskunum. Ger sem fellur einu sinni fellur aftur. Ef eitthvað ger er að skýja bjórinn er það vegna þess að það er mjög lengi að falla, eða fellur alls ekki. Botnfall sem fer úr fötu í flösku verður aftur að botnfalli í flöskunni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Eyvindur wrote:Ég verð reyndar að benda á að þótt ger þyrlist upp rétt áður en sett er á flöskur þýðir það ekki að bjórinn verði skýjaðari. Það þýðir bara að það verður meira botnfall í flöskunum. Ger sem fellur einu sinni fellur aftur. Ef eitthvað ger er að skýja bjórinn er það vegna þess að það er mjög lengi að falla, eða fellur alls ekki. Botnfall sem fer úr fötu í flösku verður aftur að botnfalli í flöskunni.
það sem hann sagði fyrst
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!