Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Lagði í hafrastout úr "Brewing classic styles" í gær. Þetta er tilraun 2 eftir að fyrri tilraunin klúðraðist aðeins. Of hátt meskihitastig og fleira orsakaði of lágt OG (1.038). Sá stoppaði í gerjun við 1.028 en var samt settur á flöskur. Nú var notuð BIAB aðferð og allt gekk mun betur. Meskihitastigið hélst vel í hátt í 90 mínútur og OG 1.058. Fékk að kólna sjálfur í nótt og fékk svo gerkökuna af hinum fyrri í sig í morgun (Safale s-04). Vona að það gangi. Hlakka mikið til að sjá hvar gerjunin endar miðað við hinn og bera þá saman. Stalst í að prófa þann fyrri í gær en hann fór á flöskur 9. feb. Hann kom glettilega á óvart.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Ég lenti í ekki mjög svo ósvipuðum æfingum fyrir ekki margt löngu, einmitt með 30L af hafrastout. Hann stoppaði í 1022 lengi vel þar til ég gluðaði 1/2 Kg af hrásykri útí, þá tók hann kipp og endaði í 1015. Var að ljúka glasi af honum í þessum töluðu og hann er alveg ljómandi.
Kristján: Jamil segir í bókinni 1.055 en á vefnum sem ég vísaði í stendur Min OG: 1.048 Max OG: 1.065.
OliI: Bætti einmitt sykri út í fyrri lögunina og einnig geri auk þess að hræra og hrista en hann vildi bara voða lítið haggast. Fór reyndar upp þegar sykurinn fór út í. Var einmitt að ljúka úr einum rétt í þessu sem var hreint stórgóður. Bind miklar vonir við þessa seinni lögn.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.