Irish Moss

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Irish Moss

Post by Squinchy »

Er hægt að kaupa þetta hérna á klakanum ?
kv. Jökull
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Irish Moss

Post by hrafnkell »

Heilsuhúsið á þetta til dæmis. Kallast fjörugrös.

Ég á líka dass ef þig vantar bara eitthvað smotterí.
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Irish Moss

Post by astaosk »

Þjóna fjörugrösin einhverjum öðrum tilgangi en að gera bjórinn tærari?
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Irish Moss

Post by sigurdur »

Ekki í beinum skilningi.
Hinsvegar með tæringu þá fæst mögulega hreinna bragð (að sögn).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Irish Moss

Post by Eyvindur »

Ég get ímyndað mér að fleira spili inn í (en þó vanalega ekki nema að litlu leyti). Þetta eru getgátur, en fjörugrösin láta víst prótein bindast saman og falla úr vökvanum. Prótein í litlum mæli gera bjórinn skýjaðan. Ef þau eru orðin of mikil geta þau hins vegar gert hann of þykkan, þannig að þetta gæti kannski haft einhver áhrif á kroppinn...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Irish Moss

Post by flang3r »

Sé að þráðurinn er mjög gamall en þetta er málefnalegt.
Ég fór áðan í heilsuhúsið á laugaveginum og spurði um fjörugrös og mér var bara bent á Söl og annað þess háttar. Ég skoðaði í hyllurnar og fann þetta ekki hjá þeim.


Ég ákvað að labba aðeins neðar og gekk inn í jurta apótekið.
Þeir áttu þetta handa mér í dufti. Keypti 50gr í dufti.

Smá offtopic, afsakið með það! En, veit einhver hvað ég ætti að setja mikið í 20 lítra lögn ?
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
addi31
Villigerill
Posts: 36
Joined: 2. Dec 2010 22:49

Re: Irish Moss

Post by addi31 »

Hvað kostuðu 50gr?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Irish Moss

Post by Idle »

flang3r wrote:Sé að þráðurinn er mjög gamall en þetta er málefnalegt.
Ég fór áðan í heilsuhúsið á laugaveginum og spurði um fjörugrös og mér var bara bent á Söl og annað þess háttar. Ég skoðaði í hyllurnar og fann þetta ekki hjá þeim.


Ég ákvað að labba aðeins neðar og gekk inn í jurta apótekið.
Þeir áttu þetta handa mér í dufti. Keypti 50gr í dufti.

Smá offtopic, afsakið með það! En, veit einhver hvað ég ætti að setja mikið í 20 lítra lögn ?
Ein til ein og hálf teskeið af (ómöluðum) fjörugrösum er almennt talið hæfilegt magn í ~20 lítrana. Veit ekki nákvæmlega hvað ég ætti að skjóta á varðandi duftið - e. t. v. fjórðung eða jafnvel hálfa teskeið?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Irish Moss

Post by anton »

Held að það sé talað um 5-10g / 25l - sennilega sama hvort þetta er malað eða ekki, en þekki ekki hvernig þetta malaða stuff er, líklega bara áferðarmunur, spurning hvort það virki eitthvað öðruvísi í. Þessu er smellt í seinustu 10-15 mínúturnar af suðunni.
User avatar
Sigfús Jóns
Villigerill
Posts: 21
Joined: 8. Feb 2011 20:39
Location: Borgarfjörðurinn

Re: Irish Moss

Post by Sigfús Jóns »

Er þetta að virka að eitthverju ráði?
Kveðja
Sigfús Jónsson

Á flöskum: Bee Cave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Irish Moss

Post by sigurdur »

Já, fjörugrös fella ótrúlegt magn af próteinum.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Irish Moss

Post by Bjössi »

Mjög vísindalegt og nákvæmt hjá mér
ég set tvær fingraklípur í 30ltr
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Irish Moss

Post by flang3r »

addi31 wrote:Hvað kostuðu 50gr?
kostaði 800 kr.
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Irish Moss

Post by hrafnkell »

Fáið 40gr á 500kr í brew.is :)
Post Reply