Metanól eða etanól í drykknum.

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
halki
Villigerill
Posts: 1
Joined: 7. Feb 2011 22:11

Metanól eða etanól í drykknum.

Post by halki »

Er ekki að ræða um eimingu þannig að ég er ekki að brjóta reglu 1.
Hvernig er hægt að vita hvort það sé mikið magn metanóls(tréspíri) í heimabruggi? Held það sé ekki spennandi að verða blindur :drunk:
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Metanól eða etanól í drykknum.

Post by gunnarolis »

Þú ert tæknilega ekki að tala um eimingu en þú ert að tala um hlut sem verður ekki að vandamáli fyrr en við eimingu.

Það þarf um það bil eina únsu af hreinu metanóli til þess að valda óafturkræfri blindu og um fjórar únsur af metanóli til þess að verða venjulegum fullvaxta manni að bana. Það er ef metanólið er drukkið eitt og sér, og þá er það ekki í raun metanólið sjálft sem drepur þig, heldur efni sem verða til við niðurbrot metanólsins í líkamanum.

Eins og með svo margt annað snýst þetta um hversu mikill þynningin er, og í bjór er metanólið í það litlu magni að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Hinsvegar þyrftirðu hugsanlega að hafa áhyggjur af þessu ef þú værir að eima eða að brugga brennda drykki sem eru ekki hátt skrifaðir á þessu spjalli. En þar sem við erum akademískir þá gerum við ráð fyrir að þessi spurning snúist ekki að þeim hluta bruggsins sem er litinn hornauga hér.

Bottom line: Haltu þig við bjórinn og þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply