Gerjunarraunir

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Smári
Villigerill
Posts: 23
Joined: 1. Dec 2010 14:07

Gerjunarraunir

Post by Smári »

Sælt veri folkid

Fyrsta iløgn buin ad vera i gerjun 10 daga og otholinmædin ætlar mig lifandi ad drepa!

Thad var sæmilegt futt i thessu fra degi 2 til 4, en sidan hefur leidin legid nidur a vid. Einhverjar minutur a milli hid minnsta. Hef mælt sidustu 3 daga, og allt stendur fast i 1020. Fekk uppskrift af ljosøli a brew.is og lokathyngd er gefin upp thar 1010-1012.

Nu spyr eg: Er thetta normalt og a eg ad vera sallarolegur og bida, eda eru einhver trix i bodi?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarraunir

Post by Eyvindur »

Nei, þetta hljómar nú ekki eðlilega eftir 10 daga.

Ég er með nokkrar spurningar.

Hvert var meskihitastigið?
Hvert er gerjunarhitastigið?
Hvaða ger notaðirðu og hversu mikið af því?
Hver var þéttleikinn eftir suðu (OG)?
Hversu heitur var virtirinn þegar þú settir gerið út í?
Hafa verið miklar sveiflur á hitastiginu?

Það er mjög margt sem getur valdið þessu, og ýmsar mögulegar lausnir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Smári
Villigerill
Posts: 23
Joined: 1. Dec 2010 14:07

Re: Gerjunarraunir

Post by Smári »

Hvert var meskihitastigið?
67°C i 60 min, hækkadi upp i 70 i 10 min
Hvert er gerjunarhitastigið?
20°
Hvaða ger notaðirðu og hversu mikið af því?
Nottingham ølger, einn pakka (11 g)
Hver var þéttleikinn eftir suðu (OG)?
1050
Hversu heitur var virtirinn þegar þú settir gerið út í?
ca 22°
Hafa verið miklar sveiflur á hitastiginu?
Nei

Eg hristi ekki upp i virtinum adur en eg setti gerid ut i.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarraunir

Post by Eyvindur »

Ef þú hristir ekki upp í virtinum er möguleiki að það hafi verið súrefnisskortur, sem hafi komið í veg fyrir að gerið hafi náð að fjölga sér nógu mikið til að klára verkið. Það er það eina sem mér dettur í hug, því allt annað virðist vera eðlilegt.

Þú gætir prófað að koma þessu í aðeins meiri hita og hræra varlega í gerinu, og sjá hvort það gerir eitthvað (finnst það reyndar ekki mjög líklegt). Annars er það þá helst að bæta við meira geri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Smári
Villigerill
Posts: 23
Joined: 1. Dec 2010 14:07

Re: Gerjunarraunir

Post by Smári »

Er tad ta bara ad setja nokkur grømm af geri af stad og skvetta theim ut i?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gerjunarraunir

Post by Oli »

Sæll Smári
Ég er sammála, það hefur líklega ekki verið nóg af súrefni í virtinum, en þó ætti ekki að þurfa mikið súrefni þegar þurrger er notað.
Mæli með að hræra varlega upp í gerinu og bæta svo nýju geri við ef ekkert gerist.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarraunir

Post by Eyvindur »

Ekki trúa þessu tali um að það þurfi ekki súrefni þegar þurrger er notað. Þurrgersframleiðendur halda þessu fram, vegna þess að þeir segja að það sé nóg af geri í pakkanum, og það þurfi ekki að fjölga sér neitt að ráði. Staðreyndin er hins vegar sú (skilst mér) að mjög stór hluti af gerinu í þurrgerspökkum er dautt, þannig að það ætti að þurfa alveg jafn mikið súrefni og annað ger. Það er mjög slæmt fyrir gerjunina að koma ekki nóg af súrefni í virtinn.

En ég myndi bara henda pakka beint út í, ekki einu sinni bleyta upp í honum. Þetta er það lítið sem eftir er að það ætti að ráða við það.

Ef þetta virkar ekki myndi ég halda að hitamælirinn þinn sé bilaður, og þú hafir óvart haft of háan meskihita, þannig að of mikið sé af ógerjanlegum sykri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gerjunarraunir

Post by Oli »

Einmitt, framleiðendur vilja meina að þurrgerið sé framleitt þannig að það innihaldi nógu mikið af steróli og fitusýrum til að auka lífmassann strax eftir að gerinu er hent í virtinn, það þurfi því ekki jafnmikið súrefni og blautgerið. Blautger, hvort sem það er úr pakka eða þvegið ger, byrjar á því að taka inn súrefni til þessarar framleiðslu.

Það hefur ekki skaðað minn bjór hingað til að fá súrefni í virtinn og nota svo þurrger, um að gera að hrista vel upp í þessu og henda gerinu svo í Smári
Last edited by Oli on 4. Feb 2011 10:49, edited 1 time in total.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarraunir

Post by Eyvindur »

Ég endurtek: ALLTAF koma miklu súrefni í virtinn, sama hvernig ger er notað. Annars fer gerjunin í vitleysu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gerjunarraunir

Post by Oli »

Oli wrote:Það hefur ekki skaðað minn bjór hingað til að fá súrefni í virtinn og nota svo þurrger, um að gera að hrista vel upp í þessu og henda gerinu svo í Smári
Það er að segja þegar þú ferð í næsta skammt ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gerjunarraunir

Post by hrafnkell »

Já, ekki hrista upp í þessu núna, þá færðu líklega pappabragð af bjórnum. Prófaðu að smella öðrum gerpakka í og hræra varlega.
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Gerjunarraunir

Post by OliI »

Var þetta ekki 40 eða 60L skammtur hjá þér Smári? Einn þurrgerspakki er í minna lagi fyrir það.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Gerjunarraunir

Post by kristfin »

ef þetta voru 60 lítrar og þú heltir einum þurrgerspakka í, er þetta eðlilegt. þú þarft amk 2 pakka fyrir 60 lítra af meðalsterkum bjór og betra að leyfa gerinu að taka sig í volgu vatnið áður.

hér er síðan flott tilraun frá bobby m um súrefni og gerjun.
http://www.youtube.com/watch?v=A734B5E1C3U" onclick="window.open(this.href);return false;

flaska 1 var ekki hrist eða nokkuð gert við
flaska 2 var hrist í nokkrar mínútur til aðfá súrefni í hana
flaska 3 fékk 2 mínútur af O2

og niðurstöðurnar:

Code: Select all

After 144 hours or 6 days, the SGs are:
#1 = 1.012 (76% attenuation) 5.1% ABV
#2 = 1.013 (74% attenuation) 4.9% ABV
#3 = 1.011 (78% attenuation) 5.2% ABV
þannig að það virðist vera að ef það er nóg ger, þá klárarst gerjunin að lokum.

einnig má ætla að ef það er of lítið ger en nóg súrefni, þá fjölgar gerið sér nóg til að klára, getur komið esterabragð vegna áreynslunar hjá gerinu.

of lítið ger og of lítið súrefni => gerjun leggur af stað en hættir
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarraunir

Post by Eyvindur »

Það má líka benda á að ef Bobby M var að gera mjög litla skammta gæti verið að súrefnið sem kemur alltaf í virtinn þegar hann er færður hafi verið nóg. Hlutfallslega er það væntanlega töluvert meira en í 20, 40 eða 60 lítra skammti. Og þar sem það er vonlaust að vita hversu mikið af þurrgerspakkanum er á lífi (Jamil vill meina að þurrkunin drepi minnst helminginn af gerinu) myndi ég segja að súrefni sé bráðnauðsynlegt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Smári
Villigerill
Posts: 23
Joined: 1. Dec 2010 14:07

Re: Gerjunarraunir

Post by Smári »

OliI wrote:Var þetta ekki 40 eða 60L skammtur hjá þér Smári? Einn þurrgerspakki er í minna lagi fyrir það.
Það er rétt Óli, ég lagði í 45 lítra sem ég er með í tveimur tunnum. En það fór pakki í hvora tunnu.

Lífið var auðveldara þegar ég var landabruggari!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarraunir

Post by sigurdur »

Eyvindur, ég veit ekki hvar þú færð þessar upplýsingar, en eftir því sem ég hef heyrt og lesið frá honum Jamil þá er það ekki þurrkunin sem að drepur gerið, heldur ferlið við það að skella gerinu beint út í virtinn án þess að virkja það með því að bleyta í því.

Áður en tekið er mark á ofur-net-greiningum, hvernig gekk þegar þú setur einn gerpakka í?

Það hefur komið fram hér í þræðinum nokkrar góðar reglur.
1. Ef þú notar þurrger, bleyttu í því.
2. Það er alltaf gott ráð að bæta súrefni í virtinn með því að t.d. hrista virtinn/bjórinn strax eftir að hann er kominn í gerjunarílátið.
3. Sannreyndu hitamælinn þinn svo að þú vitir hvort hann sé að sýna rétt hitastig þegar þú meskir.

Það sem hefur ekki komið fram er:
1. Þegar þú ert að reikna út hversu mikið ger (þurrt eða blautt), notaðu reiknivélina hjá Mr. Malty. ( http://www.mrmalty.com/calc/calc.html" onclick="window.open(this.href);return false; )

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Gerjunarraunir

Post by gunnarolis »

{{Citation needed}}
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gerjunarraunir

Post by sigurdur »

gunnarolis wrote:{{Citation needed}}
Takk fyrir það, gunnar.

Ein tilvitnun, Yeast: The Practical Guide to Beer Fermentation, síða 146: "...many homebrewers just sprinkle the dry yeast on top of their wort. Perhaps they read it in a book, or their local expert told them rehydration was not necessary. Technically the beer will ferment if you pitch enough nonrehydrated yeast, but you are not giving the yeast an opportunity to make the best beer possible. Skipping rehydration kills about half the cells pitched. Besides having only half as much yeast as is needed, the dead cellsimmediately begin to break down and affect the beer flavor. ..."
Að vísu er þetta Chris White (stofnandi White Labs) og Jamil Zainasheff, en .. þeir eru báðir gergaurar.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarraunir

Post by Eyvindur »

Kannski er ég að rugla... Ég heyrði hann segja eitthvað um þetta samt í Brew Strong einhvern tíma. Það gæti samt líka hafa verið að gerið væri stressað eftir þurrkunina. Eða þetta, hver veit... Ég man ekki hluti.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Gerjunarraunir

Post by gunnarolis »

Ég hefði ekki sofið ef ég hefði ekki fengið þetta á hreint. :skal:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Gerjunarraunir

Post by gunnarolis »

Og já, þú veist að ég er bara "busting your balls" ;)

edit: typo.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjunarraunir

Post by Eyvindur »

Hehehe, ef ég færi að fara í kerfi í hvert sinn sem ég fer rangt með eitthvað, þá væri ég líklega búinn að naga af mér báða handleggi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Smári
Villigerill
Posts: 23
Joined: 1. Dec 2010 14:07

Re: Gerjunarraunir

Post by Smári »

Prófaði að hræra upp í gerinu en án mikils árangurs.

Skellti þá geri í tunnurnar, fékk góða vindverki í nokkra tíma en svo dalaði það. Mælist 1018.

Held ég setji þetta bara á flöskur þar sem ölið bragðast ágætlega.
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Gerjunarraunir

Post by OliI »

Þetta verður mjög fínt hjá þér, þú ert kominn með rúmlega 4% sprúttprósentu [(1050-1018) x 0,13].
Ef þú hins vegar vilt ná FG lengra liður getur hjálpað að setja smá skvettu af sykri (~100g) í hvora gerjunarfötu, það stuggar svolítið við gerjuninni.
Bon appétit
Post Reply