Ekki hika við að fara alla leið!
Varðandi tækjabúnaðinn, þá fer allt eftir því hvað þú vilt brugga mikið í einu. Mitt persónulega álit er, að ef að maður fer í all-grain á annað borð, að þá eigi maður að leggja í amk. 20L, útaf allri vinnunni sem að fer í þetta.
En ef þú vilt halda þig við þína 10L þá þarftu helst 20L pott og jú, einhverskonar síunargræju/meskiker. Eyvindur póstaði eitthvað um að meskja í stórum síupoka í suðupottinum, svo tekur maður bara pokann uppúr skolar smá og sýður, frekar einfalt. Ég held að það sé eitthvað um þetta hérna einhversstaðar.
PS
það er til fallegt íslenskt orð fyrir wort - virt
