Hálslausar flöskur

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Hálslausar flöskur

Post by viddi »

Mér áskotnuðust nokkur hundruð gamlar hálslausar flöskur (sjá mynd). Mig langar mikið að nota þær en tapparinn minn tekur ekki þátt í því (hefðbundinn hand öltappalokari: http://www.vinkjallarinn.is/xodus_produ ... &SubCat=54)
Hafa einhverjir reynslu af þessum flöskum og vita hvers konar öltappalokarar gætu virkað? Eða á ég bara að trúa þeim sem skrifuðu skýrum stöfum "Not to be refilled" á flöskurnar?
Attachments
litlarfloskur.jpg
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hálslausar flöskur

Post by hrafnkell »

Þessar eru töff... Þú getur örugglega notað svona græju sem er svipuð korktappagræjunum.. Hægt að fá svoleiðis í vínkjallaranum veit ég, hugsanlega ámunni líka. Þær þurfa ekki að grípa í hálsinn, bara ýta tappanum á.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Hálslausar flöskur

Post by halldor »

Við notum þessa og hún er snilld (linkur)
Tekur venjulega 26mm tappa sem og 29mm og korktappa.
Plimmó Brugghús
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hálslausar flöskur

Post by kristfin »

ég er með svona græju
Image
hún hefur lokað öllum þeim flöskum sem ég hef prófað. ef þig langar máttu prófa hana.
halldor wrote:Við notum þessa og hún er snilld (linkur)
Tekur venjulega 26mm tappa sem og 29mm og korktappa.
halldór, hvernig er að setja tappa í vínflöskur með þessari? ég hefi ekki nennt að setja mjöðinn minn á flöskur því ég á svo lélegan tappara fyrir þær
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply