útbjó fyrstu útgáfu í gær.
í fyrstu keyrslu komu nokkrir augljósir hönnunargallar í ljós.
15 metra kælir er algert óverkill, þar sem ég er að dæla inn í pottinn aftur, og vera þar sem alllur krafturinn í dælunni fer í að ýta í gegnum koparinn. því næ ég ekki neinni hringiðu þegar þetta fer í gegnum kælinn. duh.
síðan ef eg dæli virtinum aftur inn í pottinn svona neðarlega þá er ég með 15 gráðu heitan virt í botninum og 70 gráður uppi, þar sem hringiðunin virkaði ekki. duh
hérna er ég búinn að laga aðeins inntakið, láta rörið hækka bununa og beina henni í hring. vantar samt kraft til að ná iðunni.
næsta skref er að redda sér plötukæli, stytta þennan niður í 5 metra, eða smíða annan úr 1/2" röri.
til að ná hringiðunni þarf lögnin öll að vera 1/2", þannig að nýr kælir er líklegasta lausnin.