Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefni.

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefni.

Post by gunnarolis »

Ég var að leggja í þennan í gær í annað skipti og datt í hug að skila einhverju til baka til samfélagsins.

Þetta er ekki mín uppskrift, hún er komin frá reynslubolta á homebrewtalk spjallborðinu, og er meðal annars official lítra teljari yfir hversu mikið hefur verið bruggað af þessu öli. Þeir lítrar eru orðnir ansi margir.

Það var oft umræða um uppskriftir sem væri hægt að kaupa allt hráefnið í úr Ölvisholti meðan það var og hét, en ég er að spá í að setja upp þessa uppskrift þannig að það sé hægt að kaupa allt í hana frá Hrafnkeli á brew.is.

Uppskriftin miðar við ~20 lítra (5.5 US gallons) og hún er svona.
5.5 US gallons = 20.8197648 liters

Korn:
3,6 kg Pale Ale malt (Brew.is verð = 2520 með mölun)
900 g Vienna malt (Brew.is verð = 630 með mölun)
225 g Carahell (10-15°L) (Brew.is verð = 750 með mölun)

Humlar: Cascade 6,6% alfasýra.
28gr Cascade (60 mín)
14gr Cascade (30 mín)
7gr Cascade (15 mín)
7gr Cascade (5 mín)
Verð á Brew.is 800kr

Þetta ætti að gefa eitthvað í kringum 35 IBU beiskjustig. Menn geta aðlagað beiskjuna eitthvað ef alfa sýran er önnur úr humlunum sem þeir eru með undir höndum.

Ger:
Nottingham verð á Brew.is 380kr eða
US-05 verð á Brew.is 650kr

Bæði þessi ger virka mjög vel, og munurinn er ekki sérlega mikill.

Mesking.
Meskja við 67 gráður í 60 mínútur.
Bæta við sjóðandi vatni og ná hita upp í 75 gráður í 15 mínútur.

Viðbúið OG : 1051
Viðbúið FG : 1010-1012
Alc. by vol : um 5.1%

Heildarverð frá Brew.is = 5080kr með notty, 5350 með US-05. Þá eru um 40gr í afgang af cascade humlum og 750gr af crystal malti.

Þetta er miðað við 75% nýtni, en ég er að ná rúmlega 80% nýtni með korni möluðu í barley crusher og venjulegu kæliboxi.

Þetta er virkilega góður entry level bjór, eða bara bjór til þess að drekka við hvaða tilefni sem er.

Ef einhverjar spurningar vakna, endilega skjóta. Ef einhver sér villu í þessu má hann endilega benda á hana.

Linkur á hráefnispakkann á Brew.is - Verð 4000kr, engir afgangar, engar mælingar!!
http://www.brew.is/oc/BeeCaveAPA

Edit: Vatnsmagn, linkur á uppskrift.
Last edited by gunnarolis on 22. Nov 2010 19:21, edited 4 times in total.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by sigurdur »

Set ég þetta þá bara í 1-2 lítra af vatni? :beer:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by hrafnkell »

sigurdur wrote:Set ég þetta þá bara í 1-2 lítra af vatni? :beer:
haha ég var einmitt að pæla í batch stærðinni :)


Spurning hvort ég hendi þessu ekki í einhvern pakka á síðuna hjá mér - Þá geta byrjendur keypt þetta tilbúið án þess að þurfa að pæla í einhverjum afgöngum af hinu og þessu.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by Oli »

hrafnkell wrote: Spurning hvort ég hendi þessu ekki í einhvern pakka á síðuna hjá mér - Þá geta byrjendur keypt þetta tilbúið án þess að þurfa að pæla í einhverjum afgöngum af hinu og þessu.
Ekki vitlaus hugmynd Hrafnkell

Við smelltum í svipaða uppskrift um daginn, nema hvað ég skipti cascade út fyrir amarillo og breytti humlamagninu aðeins. Er í gerjun núna, lofar góðu.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by hrafnkell »

Svona:
http://www.brew.is/oc/BeeCaveAPA" onclick="window.open(this.href);return false;

Aðeins ódýrara líka heldur en að kaupa hráefnið í sitthvoru lagi, og engir afgangar!
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by gunnarolis »

Rétt Siggi. Ég bætti vatnsmagninu inn í uppskriftina.

Ég var einmitt að vona að Hrafnkell mundi setja upp svona uppskriftapakka. Nú geta menn varla sleppt því að fara út í all grain bruggun :)
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by hrafnkell »

Ábendingar um aðrar uppskriftir sem hafa reynst vel og eiga heima þarna vel þegnar :)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by Oli »

hrafnkell wrote:Ábendingar um aðrar uppskriftir sem hafa reynst vel og eiga heima þarna vel þegnar :)
Ég myndi bæta við þarna í pakkann að þetta gefi 21 lítra af bjór ca. eða það sé miðað við það magn.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by hrafnkell »

Oli wrote:Ég myndi bæta við þarna í pakkann að þetta gefi 21 lítra af bjór ca. eða það sé miðað við það magn.
Done.
gunnarolis wrote:Linkur á hráefnispakkann á Brew.is - Verð 4700kr, engir afgangar, engar mælingar!!
http://www.brew.is/oc/BeeCaveAPA
Ég lækkaði verðið í 4000kr :)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by Örvar »

Fyrir ca 21L af þessari uppskrift, hversu mikið vatn er sett með korni í meskingu ef notuð er BIAB aðferðin og hversu mikið er áætlað að fari í suðu? :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by sigurdur »

Ef þú ætlar að setja allt í gerjunartunnuna (hot break og alles) þá hugsa ég að eftirfarandi formúla vikri:
1. ( ~21 lítrar / 0.85 [15% uppgufun] ) + 4.725 kg * 0.9 l/kg => 29 lítrar í meskiker.

Ef þú ætlar að skilja ~ 5 lítra eftir með trub og alles þá virkar eftirfarandi formúla:
2. ( ~26 lítrar / 0.85 [15% uppgufun] ) + 4.725 kg * 0.9 l/kg => 35 lítrar í meskiker.

Ég myndi áætla að u.þ.b. eftirfarandi magn fari í suðu:
1. ~21 lítrar / 0.85 [15% uppgufun] => tæplega 25 lítrar.
2. ~26 lítrar / 0.85 [15% uppgufun] => tæplega 31 líter.

(miðað við BIAB aðferðina)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by Örvar »

ok takk fyrir þetta.
Er ekki æskilegt að setja allan pakkann í gerjunartunnuna?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by hrafnkell »

Uppgufun fer mikið eftir græjunum sem maður er með, en ég hef gert BIAB í 30 lítra fötu og ég hafði hana alveg fulla í meskingu, þegar ég tók kornið uppúr var ég með uþb 25 lítra af virti, sauð í 60mín og endaði með 20-21 lítra.

Allan pakkann í gerjunartunnuna - ertu að meina gerpakkann? Þú notar hann allann.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by Örvar »

Ég var ekki með meina gerpakkann heldur var ég að hugsa um það sem sigurður var að tala um að setja allt í gerjunartunnuna:
:)
sigurdur wrote:Ef þú ætlar að setja allt í gerjunartunnuna (hot break og alles) þá hugsa ég að eftirfarandi formúla vikri:
1. ( ~21 lítrar / 0.85 [15% uppgufun] ) + 4.725 kg * 0.9 l/kg => 29 lítrar í meskiker.

Ef þú ætlar að skilja ~ 5 lítra eftir með trub og alles þá virkar eftirfarandi formúla:
2. ( ~26 lítrar / 0.85 [15% uppgufun] ) + 4.725 kg * 0.9 l/kg => 35 lítrar í meskiker.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by sigurdur »

Skoðanir fólks skiptast í nokkra hópa um hvort það skuli setja allt í tunnuna eða ekki.
Tveir hérna á spjallinu tóku sig til og prófuðu bæði að sleppa "trub" drullunni (ýmis prótein) og að setja það allt í. Mig minnir að þeir hafi ekki fundið neinn mun á því.

Það eiga að vera ýmis óæskileg prótein í drullunni sem situr eftir sem (meðal annars) eiga að geta haft slæm áhrif gæði bjórsins eftir því sem hann eldist.

Ég hef hinsvegar ekki rekist á neinar fræðigreinar sem að sanna þetta á einn hátt eða annan fyrir heimabruggara.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by Örvar »

Ok. ég held ég reyni bara að síja trub drulluna úr eftir bestu getu.

Annað, er nokkuð sem mælir gegn því að kæla virtinn eftir suðu í gerjunarfötunni? ætlaði að skella henni bara í vatnsbað
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by sigurdur »

Þetta er að vísu komið svolítið langt frá topic en ég skal klára að svara þér.

Þú getur kælt virtinn í gerjunartunnunni ef efnið í tunnunni er stöðugt við 100°C (ekki öll plöst þola 100°C). Athugaðu samt að við það að hella heitum virt í tunnu sótthreinsar ekki tunnuna, þannig að þú þarft að vera búinn að sótthreinsa fyrst.

Ef þú hefur frekari spurningar, hikaðu ekki við að opna nýjan þráð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by hrafnkell »

Örvar wrote:Ok. ég held ég reyni bara að síja trub drulluna úr eftir bestu getu.

Annað, er nokkuð sem mælir gegn því að kæla virtinn eftir suðu í gerjunarfötunni? ætlaði að skella henni bara í vatnsbað
Nei í rauninni ekki, en þú þarft að koma súrefni í hann eftir kælingu. Flestir gera það með því að hella köldum virt yfir í gerjunarfötu með látum. Þú þyrftir að finna upp á einhverri annarri leið til að koma súrefni í hann.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by kristfin »

ég er með fína leið til að fá súrefni í öl.

setja fötuna ofan á fótbolta. styðja við hana og hrista hana eins og enginn sé morgundagurinn.

þar sem boltinn heldur henni uppi er þetta ekkert mál og kappnóg súrefni sem fer í hann
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by sigurdur »

Heyrðu já .. ég er að setja í útgáfu af þessum.
Ef allt stenst, þá verð ég kominn með sneak-preview um jólin :)
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by BeerMeph »

sigurdur wrote:Skoðanir fólks skiptast í nokkra hópa um hvort það skuli setja allt í tunnuna eða ekki.
Tveir hérna á spjallinu tóku sig til og prófuðu bæði að sleppa "trub" drullunni (ýmis prótein) og að setja það allt í. Mig minnir að þeir hafi ekki fundið neinn mun á því.

Það eiga að vera ýmis óæskileg prótein í drullunni sem situr eftir sem (meðal annars) eiga að geta haft slæm áhrif gæði bjórsins eftir því sem hann eldist.

Ég hef hinsvegar ekki rekist á neinar fræðigreinar sem að sanna þetta á einn hátt eða annan fyrir heimabruggara.
Ég rakst á það einhvern tímann um daginn að þetta atriði ætti eiginlega eingöngu að skipti máli ef maður ætlar að gera sérstaklega bragðlítinn bjór eins og mjög daufan lager. Einnig að ef maður ætlar að brugga alltaf sama bjórinn aftur og aftur þá verði minni breytileiki á milli batcha ef maður sleppir trubbinu. Held að það snúist meira um það heldur en að það sé að fara að gefa manni eitthvert óbragð.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by sigurdur »

Mig rámar í það að trub geti haft slæm áhrif á geymslugetu bjórs.
Það eru lipid sem falla út í cold break ef ég man rétt. Þessi lipid geta auðveldað fyrir stöðnun á bjór þegar hann eldist (nokkrir mánuðir).
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Bee Cave Ljósöl - 10A American Pale Ale - Brew.is hráefn

Post by BeerMeph »

sigurdur wrote:Mig rámar í það að trub geti haft slæm áhrif á geymslugetu bjórs.
Það eru lipid sem falla út í cold break ef ég man rétt. Þessi lipid geta auðveldað fyrir stöðnun á bjór þegar hann eldist (nokkrir mánuðir).
Jebb, basicly allt sem er vatnsfælið, lípíð og afmynduð prótein.

Eru menn ekki alltaf að tala um próteinin sem gerið getur ekki melt geti hvarfast við fenól og gert einhvern óskunda í þroskuninni.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Post Reply