Ég var að leggja í þennan í gær í annað skipti og datt í hug að skila einhverju til baka til samfélagsins.
Þetta er ekki mín uppskrift, hún er komin frá reynslubolta á homebrewtalk spjallborðinu, og er meðal annars official lítra teljari yfir hversu mikið hefur verið bruggað af þessu öli. Þeir lítrar eru orðnir ansi margir.
Það var oft umræða um uppskriftir sem væri hægt að kaupa allt hráefnið í úr Ölvisholti meðan það var og hét, en ég er að spá í að setja upp þessa uppskrift þannig að það sé hægt að kaupa allt í hana frá Hrafnkeli á brew.is.
Uppskriftin miðar við ~20 lítra (5.5 US gallons) og hún er svona.
5.5 US gallons = 20.8197648 liters
Korn:
3,6 kg Pale Ale malt (Brew.is verð = 2520 með mölun)
900 g Vienna malt (Brew.is verð = 630 með mölun)
225 g Carahell (10-15°L) (Brew.is verð = 750 með mölun)
Humlar: Cascade 6,6% alfasýra.
28gr Cascade (60 mín)
14gr Cascade (30 mín)
7gr Cascade (15 mín)
7gr Cascade (5 mín)
Verð á Brew.is 800kr
Þetta ætti að gefa eitthvað í kringum 35 IBU beiskjustig. Menn geta aðlagað beiskjuna eitthvað ef alfa sýran er önnur úr humlunum sem þeir eru með undir höndum.
Ger:
Nottingham verð á Brew.is 380kr eða
US-05 verð á Brew.is 650kr
Bæði þessi ger virka mjög vel, og munurinn er ekki sérlega mikill.
Mesking.
Meskja við 67 gráður í 60 mínútur.
Bæta við sjóðandi vatni og ná hita upp í 75 gráður í 15 mínútur.
Viðbúið OG : 1051
Viðbúið FG : 1010-1012
Alc. by vol : um 5.1%
Heildarverð frá Brew.is = 5080kr með notty, 5350 með US-05. Þá eru um 40gr í afgang af cascade humlum og 750gr af crystal malti.
Þetta er miðað við 75% nýtni, en ég er að ná rúmlega 80% nýtni með korni möluðu í barley crusher og venjulegu kæliboxi.
Þetta er virkilega góður entry level bjór, eða bara bjór til þess að drekka við hvaða tilefni sem er.
Ef einhverjar spurningar vakna, endilega skjóta. Ef einhver sér villu í þessu má hann endilega benda á hana.
Linkur á hráefnispakkann á Brew.is - Verð 4000kr, engir afgangar, engar mælingar!!
http://www.brew.is/oc/BeeCaveAPA
Edit: Vatnsmagn, linkur á uppskrift.