Stór pottur eða suðutunna

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Stór pottur eða suðutunna

Post by tolvunord »

Sælir,

Ég ætla að fara í fyrsta all grain bruggið mitt og notast við BIAB. Mig vantar þá allavega 30 ltr. pott í 21 ltr lögun. Ef einhver á pott sem hann er hættur að nota, nú eða suðutunnu þá endilega hafa samband við mig :).

Mig vantar líka pokann fyrir kornið sem á að fara í pottinn. Er búinn að lesa soldið um þetta hérna og menn eru að tala um eitthvað gardínuefni úr rúmfatalagernum - er einhver sem getur sagt nánar til um hvaða efni þetta er?

Takk takk

Mundi.
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Stór pottur eða suðutunna

Post by hrafnkell »

Ég get reddað þér nýjum plastpotti og poka :) Um 9000kr
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Stór pottur eða suðutunna

Post by kalli »

Ég á ekki pott handa þér, en ég keypti 33L plastfötu í Viðarsúlu, setti í hana 2 hitöld og krana. Tölvunörd eins og þú verður enga stund að því. Jú, svo einangraði ég hana með þunnri svampdýnu.

Efnið í Rúmfatalagernum heitir Organansa, held ég. Það er ekki sérlega sterkt og erfitt að sauma það nema í overlock vél. Ég keypti það samt og fann svo annað efni í Gallerí Sara, Hafnarfirði. Það er kallað vasaefni og er miklu sterkara en líka þéttara. Frúin er búin að sauma pokana úr því en ég á eftir að prófa.
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply