Já, bjórinn þinn er ónýtur. Sendu mér hann svo ég geti fargað honum á viðeigandi hátt.
En í fullri alvöru, þar sem þú ert að brugga extract (ef mér skjátlast ekki) geturðu verið 90% viss um að OG fer ekki langt frá því sem uppskriftin gerir ráð fyrir. Ef það verður eitthvað frávik verður það örugglega ekki meira en 2-3 stig, sem breytir nákvæmlega engu. Þetta er auðvitað að því gefnu að þú hafir ekki sett allt of mikið eða lítið vatn eða eitthvað svoleiðis...
Ef þú værir að gera all grain bjór væri þetta meira mál, en þetta skiptir engu með extract. Miðaðu bara við það OG sem uppskriftin reiknar með og láttu gott heita.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Ég hef góða aðstöðu hérna til að farga áfengi þannig að ég get hjálpað. Endurnýti flöskurnar og allt
Ef gerið hefur ekki byrjað að vinna úr sykrunum þá ætti það að vera allt í lagi
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)