Búinn að lesa heilmikið hjá ykkur hérna og læra margt - styttist í að maður fari að færa út kvíarnar í eitthvað meira en extrakt bruggun

Ég skellti 2 Geordies kittum úr europris saman í eina blöndu og setti báða gerpakkana út í.
OG var 1.045 og þetta er búið að vera núna rúmar 2 vikur í gerjunarkútnum - nokkrir dagar síðan ég varð var við nokkuð bubbl. Ég mældi gravity í gær og það var í 1.020.
Mín spurning er þá sú hvort það sé í lagi að setja annan pakka af geri út í núna, eða hvort það komi til með að eyðileggja þetta alveg?
kv.
Mundi