Oli wrote:
Annars finnst mér að þeir gætu nú flutt inn smávegis af DME/LME fyrir auðvelda extrakt bruggun með þokkalegri útkomu.
Algjörlega sammála þessu. Reyndar eru þeir með Muntons LME, en heimskulega dýrt, sem skrifast að mér skilst á hve ósveigjanlegir Muntons eru við litla söluaðila. Sá þetta dót hjá þeim þegar ég skrapp í tappaleiðangur um daginn, ég myndi íhuga að nota duftið og gerja bara í fötu (2 pokar = 20l fyrir 6000 ef ég man rétt) í algjöru hallæri ef ég (og Vínkjallarinn, þeir eiga að mér skilst von á svoleiðis) væri uppiskroppa með DME, hljómar mögulega ögn betur en Coopers, bæði hef ég miðað við mína litlu reynslu meiri trú á DME en LME, svo er ekki ætlast til að þetta sé þynnt til helminga með þrúgusykri svo maður fær á humla/malt jafnvægið sé eðlilegra.. Annars hefði ég sem fyrr segir frekar viljað sjá óhumlað extrakt á skikkanlegra verði frekar en fleiri kit og einhver gizmo með þeim...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi