brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Hér geta fagaðilar auglýst allt er viðkemur gerjun sér að endurgjaldslausu. Skilyrði er að þetta sé tengt áhugamáli okkar allra.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by Squinchy »

Þá fer maður að dusta rykið af brennaranum og pottinum :D
kv. Jökull
asgeir
Villigerill
Posts: 23
Joined: 9. Apr 2010 20:25

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by asgeir »

Þetta líst mér vel á....

hvað heldurðu að sé langt í að þú farir að taka á móti pöntunum?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by hrafnkell »

asgeir wrote:Þetta líst mér vel á....

hvað heldurðu að sé langt í að þú farir að taka á móti pöntunum?
Ég held að það sé óhætt núna. Ég fæ allt draslið í fyrramálið (það er komið á hreint :)). Senda mér bara tölvupóst, brew@brew.is með því sem þú vilt og símanúmerinu þínu. Ég verð líklega við á morgun þannig að það ætti að vera hægt að nálgast vöruna fram eftir degi. Svo þarf ég að finna einhvern fastan tíma þar sem ég geti tekið á móti fólki.

Athugaðu að gerið er ekki komið, en humlarnir og kornið fæ ég í fyrramálið.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by hrafnkell »

Image
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by anton »

:skal:
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by andrimar »

Þetta er fögur sjón!! :D
Kv,
Andri Mar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by kristfin »

góður. til hamningu með árangurinn
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by Andri »

:sing:
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Post by hrafnkell »

Ég er byrjaður að taka við pöntunum, og nokkrir búnir að sækja hjá mér. Mér sýnist pale ale ætla að klárast fljótt þannig að ég ætla að takmarka það við max 25kg/1 sekk á mann.

Til þess að panta þá er best að senda mér email á brew@brew.is með vörum og símanúmeri. Ég tek það svo til og læt vita þegar það er reddí og við finnum tíma hvenær það er hægt að sækja. Í næstu viku verður svo hægt að panta beint af síðunni.

Eins og er get ég bara tekið við reiðufé eða millifærslum.

Ef einhvern vantar þá er síminn hjá mér er 699-7113.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Núna er hægt að panta á brew.is/oc.

Ég þýddi verslunarkerfið í flýti þannig að það eru hugsanlega einhverjar málfarsvillur og ósamræmi, en annars ætti þetta að vera í góðum gír :)

Einhver sem býður sig fram að búa til logo fyrir verslunina? 200gr af humlum í boði! :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kalli »

hrafnkell wrote:Núna er hægt að panta á brew.is/oc.

Ég þýddi verslunarkerfið í flýti þannig að það eru hugsanlega einhverjar málfarsvillur og ósamræmi, en annars ætti þetta að vera í góðum gír :)

Einhver sem býður sig fram að búa til logo fyrir verslunina? 200gr af humlum í boði! :)
Firefox og Chrome á Linux sýna ekki síðuna rétt.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

kalli wrote:Firefox og Chrome á Linux sýna ekki síðuna rétt.
Obbossí, var aðeins að fikta í síðunni. Hún er komin í lag aftur :)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by anton »

Þetta er flott.

Tappar og dextrose sykur á góðu verði líka og þá er heildarpakkinn kominn utan við öll áhöldin. ;)

Hvernig er lagerstaðan, þarf maður að fara að hafa áhyggjur að allt sé að klárast nú þegar eða muntu reyna að passa að vera fljótur í restock á vörum?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

anton wrote:Þetta er flott.

Tappar og dextrose sykur á góðu verði líka og þá er heildarpakkinn kominn utan við öll áhöldin. ;)

Hvernig er lagerstaðan, þarf maður að fara að hafa áhyggjur að allt sé að klárast nú þegar eða muntu reyna að passa að vera fljótur í restock á vörum?

Lagerstaðan er góð eins og er, og það er hægt að sjá hana á síðunni. t.d. við Pale ale stendur 18 á lager, sem þýðir þá 18x5kg. Sérkorn er svo í 1kg einingum og humlar í 100gr einingum.

Ég geri ráð fyrir að panta aftur, þannig að þó eitthvað klárist þá ætti það ekki að taka margar vikur að það komi á lager aftur.

Það var planið að panta tappa, en ég veit ekki alveg hvar ég ætti að panta þá - einhverjar hugmyndir?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Gerið er komið og er núna hægt að panta það á síðunni.

Image
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by sigurdur »

Glæsilegt :)
Til hamingju með árangurinn
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kalli »

Flott heimasíða. Ég fer að panta í næstu lögn.

Má ég annars stinga upp á að þú sért með gernæringu á lager, td. Whitelabs
servomyces töflur og svo Whirlfloc?
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

kalli wrote:Flott heimasíða. Ég fer að panta í næstu lögn.

Má ég annars stinga upp á að þú sért með gernæringu á lager, td. Whitelabs
servomyces töflur og svo Whirlfloc?
Það kemur vel til greina. Það er þó ekki ofarlega á forgangslistanum eins og er. Byrja á töppum allavega fyrst.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Jæja núna get ég malað korn fyrir fólk. Spurning hvað ég eigi að rukka fyrir það?

Image
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by kalli »

Er þetta ekki sveigjanleg kúpling milli motors og myllu? Hvar fær maður svoleiðis lagað?
Life begins at 60....1.060, that is.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by anton »

Er það ekki bara 495kr hver pöntun í eða undir 15kg og svo 125kr hver byrjuð 5kg umfram það. ... eða annars, ég á millu, svo mér er alveg sama :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Kúplinguna fékk ég í poulsen.

Ég geri ráð fyrir að mölunin verði svona 3-400kr upp að 15kg og svo 100kr per 5kg umfram það. (600kr 25kg sekkur).

Mótorinn er að snúast á 140rpm hjá mér og það fer frekar hægt í gegn kornið. Mölunin er hinsvegar mjög flott. Það er þó lítið mál að þetta gerist hægt þar sem maður getur farið frá þessu. Ég gæti líka hugsanlega fengið gír á mótorinn þannig að þetta gerist aðeins hraðar.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by Andri »

Hvar fékkstu mótorinn? Kannast ekki við típuna í fljótu bragði :)
Hvaða specs eru annars á honum? p2 = ? rpm = ?
Minnir að það var talað um að fara ekki yfir annaðhvort 300 eða 500 rpm á barleycrusher.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by hrafnkell »

Mótorinn er frá scanver. Kunningi pabba míns á það og reddaði mér sérstaklega góðum díl á mótornum :)

Mótorinn er 0.37kW, 1400 rpm og ég er með 10:1 gír á honum (þannig að ég fæ 140 rpm). Það er talað um að fara ekki mikið hraðar en 200-250rpm þegar maður er að setja mótor á BC og monster mill. Ég ákvað að halda mig í lægri kantinum til að vera viss um að ég færi ekki að rífa hýðið niður. Það getur verið að maður prófi samt 8:1 gír ef það er til.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Post by Squinchy »

Lýst vel á þennan hraða sem hann er að vinna á, slower is better, only bad things happen fast :D
kv. Jökull
Post Reply