Gangleri (Extract IPA)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Gangleri (Extract IPA)

Post by Classic »

Þessi er á eldavélinni í þessum orðum töluðum:

Code: Select all

 Gangleri - American IPA
================================================================================
Batch Size: 20.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.063
FG: 1.013
ABV: 6.6%
Bitterness: 49.6 IBUs (Tinseth)
Color: 10 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                       Name        Type    Amount Mashed Late Yield Color
         Cara-Pils/Dextrine       Grain 200.000 g     No   No   72%   2 L
          Light Dry Extract Dry Extract  1.361 kg     No   No   97%   8 L
          Light Dry Extract Dry Extract  1.814 kg     No  Yes   97%   8 L
 Caramel/Crystal Malt - 60L       Grain 226.796 g     No   No   74%  60 L
Total grain: 3.602 kg

Hops
================================================================================
       Name Alpha   Amount        Use       Time   Form  IBU
 Centennial  9.2%  9.440 g First Wort   1.500 hr Pellet  6.3
 Centennial  9.2% 18.909 g       Boil   1.000 hr Pellet 18.9
 Centennial  9.2% 28.349 g       Boil 15.000 min Pellet 14.1
 Centennial  9.2% 28.349 g       Boil 10.000 min Pellet 10.3
    Cascade  6.1% 28.349 g      Aroma    0.000 s Pellet  0.0
    Cascade  6.1% 28.349 g    Dry Hop 14.000 day Pellet  0.0


Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form    Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 mL Primary
Frekar týpískur Ameríku-IPA held ég, byggður á hinu og þessu sem ég hef skoðað bæði hér og á Homebrewtalk. Hlýtur að virka að einhverju leiti, veit þó ekki hvort einhver önnur virkni er í gangi á því stigi málsins þegar menn eru með AG, en til að líkja eftir "first wort hops", hita ég stóra pottinn ekki upp í nema 70 áður en ég set extractið út í, sulla síðan saman extracti, vökvanum af sérmaltinu og humlum við það hitastig og kveiki svo aftur undir. Leyfði pottinum svo að malla aðeins (5-10 mín eða svo, þ.a. humlarnir næðu hálftíma í vökvanum) áður en beiskjuhumlarnir fóru í og tímataka hófst.

Miðinn:
Image

Ég er farinn að sótthreinsa gerjunartunnuna, og mögulega hella mér eins og einu Apaspili í glas, hálftími í að ég hafi næst afskipti af pottinum :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gangleri (Extract IPA)

Post by hrafnkell »

Lítur girnilega út :)

En af hverju ekki Indlandsfölöl (íslenskaíslenskaíslenska), frekar en Indiafölöl (enskaíslenskaíslenska)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Gangleri (Extract IPA)

Post by Classic »

Nafnið "Indíur" er ekki alls óþekkt í íslenskunni heldur, þótt úrelt sé, sbr. Austur Indíur (sem reyndar tilheyra Indónesíu, ekki Indlandi), og Jón Indíafara (sem þvældist skv. skyndiheimildaleit til Seylon og síðar Indlands, svo þar á nafnið væntanlega við það sem við köllum Indland í dag). Varð einmitt hugsað til Jóns Indíafara þegar ég var að hugsa upp nafn bæði á bjórinn og íslensku þýðinguna fyrir stílinn, þótt nafnið hafi að lokum lent á einu af mörgum dulnefnum Óðins. Fannst þetta líka flæða betur svona, nær upprunalega enska heitinu, rétt eins og ég nota lýsingarorðið fölur, frekar en ljós eða eitthvað annað því það rímar við öl til að vera í takt við enska heitið "Pale Ale".

Mátulega forneskjulegt líka, rétt eins og uppruni stílsins, þótt þessi sé reyndar bruggaður í takt við nýtískulegri amerísku aðferðina.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Gangleri (Extract IPA)

Post by Classic »

Þessi er kominn í secondary, með únsu af Cascade til að bragðbæta hann enn frekar. OG var 1.062, FG 1.012, nokkurn veginn skv. útreikningum, bara 1 stigi neðar hvort tveggja, svo áfengisprósentan er eins og áætlað var, 6,6%. Sýnið bragðaðist æðislega! Hlakka mikið til að smakka þennan kaldan og kolsýrðan eftir svona 5-6 vikur (reyndar verður stöku flaska gripin fyrr eins og alltaf, en ekki farið að geyma flöskur á standby í ísskápnum fyrr en um eða uppúr miðjum nóvember) :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply