Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by Braumeister »

Var að lesa það á síðunni hjá vefverzluninni, sem ég verzla hjá, að vegna uppskerubrests muni allt malt frá Weyermann hækka um 30-50% frá 1. okt.

Um að gera að byrgja sig upp!
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by hrafnkell »

Ég er akkúrat að fara að panta 750kg ;)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by anton »

í léttum hugarreikningi sýnist mér það duga í 3000 lítra :ugeek:
Silenus
Villigerill
Posts: 42
Joined: 14. Sep 2010 08:58

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by Silenus »

Er ekkert mál að panta malt að utan? Hvaðan hafa menn verið að panta?
kk, HJ
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by kristfin »

Silenus wrote:Er ekkert mál að panta malt að utan? Hvaðan hafa menn verið að panta?
fágun hefur verið að standa fyrir pöntunum frá http://www.brouwland.com/" onclick="window.open(this.href);return false; með vínkjallaranum. átt að geta fundið þráð um það hér einhverstaðar.

halldór er síðan að fara í innflutning á malti frá weyermann.

við höfum verið að kaupa frá ölvisholti, en það er í biðstöðu núna
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:halldór er síðan að fara í innflutning á malti frá weyermann.
Nú andskotinn, eru fleiri að fara í þetta en ég?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by kristfin »

hrafnkell wrote:
kristfin wrote:halldór er síðan að fara í innflutning á malti frá weyermann.
Nú andskotinn, eru fleiri að fara í þetta en ég?
uuh. halldór ~ hrafnkell, þetta rennur allt saman.

sorry, hrafnkell átti þetta að vera :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by hrafnkell »

kristfin wrote:uuh. halldór ~ hrafnkell, þetta rennur allt saman.

sorry, hrafnkell átti þetta að vera :)
Hjúkk, ég var farinn að sjá fyrir mér að þurfa að brugga 3000 lítra af bjór á einu ári til að koma þessu korni út :)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by anton »

Það er allavega einhver sem þarf að gera það ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by hrafnkell »

anton wrote:Það er allavega einhver sem þarf að gera það ;)
Tjah með þessari pöntun var ég að vonast til þess að við gætum hjálpast að við það :)
Silenus
Villigerill
Posts: 42
Joined: 14. Sep 2010 08:58

Re: Uppskerubrestur-Malt mun hækka um 30-50% frá 1. okt

Post by Silenus »

Flott er takk. Gott að vita að menn hér eru að vinna í því að útvega hráefni þar sem Ölvisholt verslunin er lokuð, hvort sem það er tímabundið eða alveg. Ég fylgist spentur með framhaldinu, löngu komin tími á að setja í næstu lögun ;)
kk, HJ
Post Reply