Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by smar »

Er eitthvað hámark á þyngd pöntunar?
Það sem mig langar í er farið að slaga í 50kg :drunk:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by sigurdur »

smar wrote:Er eitthvað hámark á þyngd pöntunar?
Ég held að það verður ekkert skoðað það nema ef fólk fer að fara yfir 1 tonn eða svo ..
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Thja, ég er að horfa á einhverja tugi kílóa hjá mér í töflureikninum :mrgreen:

En ein spurning ef einvher getur svarað. Pöntun frá fágun 2.9, pöntun út einhvertíman fljótlega eftir það vænti ég. En hvað má búast við að þetta taki langan tíma að koma niður í vínkjallarann? Erum við að tala um classic 1-2 vikur eða verður þetta lengur?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by sigurdur »

Það er bara ekki komin reynsla á hversu langan tíma þetta tekur enn.
Ferlið ætti að vera um það bil svona:
1. Pöntun fer frá fágun til Vínkjallarans.
2. Pöntun fer frá Vínkjallaranum til Brouwland.
3. Brouwland tekur pöntunina til og setur hana í gám.
4. Gámurinn er fluttur í skipi til Íslands (ég þekki ekki flutningsleiðirnar).
5. Vörurnar eru tollaðar áður en gámurinn er leystur út.
6. Vörurnar eru leystar út og fara í Vínkjallarann.
7. Vínkjallarinn tekur vörurnar upp og lætur Fágun vita.
8. Fólk getur sótt og greitt fyrir vörurnar sínar.

Ég ætla að leyfa mér að efast um að þetta taki 1-2 vikur, mér þykir 3-4 vikur sennilegra. En eins og ég segi, það er ekki komin reynsla á þetta enn.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Bjössi »

Skip fer (Goðafoss) á hverjum miðvikudegi frá Rotterdam
Tollafgreiðsla á ekki að taka langan tíma
ég gef mér að um mánaðarmót sept. okt. ætti varan að vera kominn
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Andri »

Snilld, flott framtak :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Oli »

arnarb wrote: Greiða þarf staðfestingagjald sem er uþb þriðjungur af heildarverði áður en pöntun er send til Vinkjallarans (lokadagsetning heildarpöntunar). Greiðsluupplýsingar verða sendar sem svar við hverri pöntun og staðfesting á móttöku pöntunar.
Flott framtak drengir :)

Hvenær er von á staðfestingu á pöntun og greiðsluupplýsingum vegna staðfestingargjalds?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Bjössi »

Ætlaði einmitt að spurja af því sama, ekki margir dagar til mánaðarmóta
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Sælir.
Er að vinna í þessu, hefur verið brjálað að gera undanfarna daga.

Er að taka þetta saman og sendi í síðasta lagi á morgun.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Hugmynd: Það væri eflaust sniðugt fyrir næstu pöntun ef að stjórnin myndi útbúa n.k. excel/OOcalc/töflureiknis template til að fylla inn í.

Það myndi ekki tefja þá sem ætla að panta og myndi það væntanlega einfalda svo vinnuna fyrir stjórnina þar sem hægt væri að skeyta saman pöntunum, flokka og raða í töflureikninum vandræðalaust.

Svo er náttúrulega hægt að vera rosalega geðveikur í þessu og vera með öll vörunúmer inn í skjalinu og fléttilistia ... en það veltur væntanlega á því að brouwland.com geti skaffað það á tölvutæku.


En allavega, ég er búinn að senda það sem ég er að spá í að bæta við í safnið mitt, sem var mjööög fábrotið fyrir, svo að þetta er bara cool :vindill:
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Idle »

Hér er Excel skjalið mitt ef einhverjir hafa áhuga. Ég er enginn sérfræðingur í svoleiðis dóti, en kannski getur einhver gert eitthvað úr þessu.

Er bara að bíða eftir launaseðlinum áður en ég tek endanlega ákvörðun um pöntun. ;)
Attachments
brouwland-pontun.xlsx
(13.58 KiB) Downloaded 662 times
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Þeir eru með verðlista á netinu á tölvutæku formi þar sem öll númer, lýsing og verð koma fyrir. Það er þá hægt að smella þessu í töflu.

http://www.brouwland.com/content/assets ... _05_10.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

En það verður þá væntanlega hægt að hafa það svo fyrir næstu pöntun ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by hrafnkell »

Helvíti leiðinlegt að ná gögnunum upp úr pdf skjölum... Ef ég fengi þetta á excel formi væri ég í 1-2klst að gera einfalda netverslun :)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Líst vel á Excel skjalið. Er sjálfur með excel skjal (open office reyndar) til að halda utan um og hef því verið að flytja þetta handvirkt í skjalið.

Við munum klárlega nýta okkur tölvutæknina þegar fram í sækir, núna erum við að fikra okkur áfram með praktíska hluti og ég sá strax að best væri að allir fylltu út í Excel skjal sem ég gæti auðveldlega afritað yfir í eina heildarpöntun.

Flestir ættu að vera búnir að fá staðfestingapóst, 3 pantanir eftir frá því í gær en þeim "rignir" niður í pósthólfið í augnablikinu :)

Ég bið ykkur því að sýna smá biðlund meðan farið er í gegnum pantanirnar sem komu seint í gærkvöldi og í dag. Vinnan gengur víst fyrir.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Nú ættu allir að vera komnir með staðfestingapóst með greiðsluupplýsingum. Það er opið áfram fyrir pantanir þar til á fimmtudaginn.

Minni alla á að greiða staðfestingagjaldið, sem ekki eru búnir, í síðasta lagi á fimmtudag.

Ég tek þetta síðan saman fyrir helgi og kem til Vínkjallarans strax eftir helgi.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Tilkynning!

Margar pantanir hafa streymt inn í dag. Þar sem ég get ekki klárað að vinna pantanir fyrr en seint í kvöld geta þeir greitt á morgun þar sem svarið sendist ekki fyrr en seint í kvöld.

Ég hvet aðra sem hafa fengið svar en ekki greitt að gera slíkt hið fyrsta.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

ok.
Það er svo gaman að fá að fylgjast með stöðunni hér eftir því sem máling ganga.

Frábært að horfa svo á gengið sem virðist vera að lagast í dag :) vonandi að þetta verði hagstætt
EUR -0,66% 151,77 152,82
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Búið að loka fyrir pöntun hjá Vínkjallaranum. Það má með sanni segja að félagsmenn hafi tekið vel við sér, enda ekki við öðru að búast eftir fréttirnar af ÖB. Nú er að sjá hvernig gengur að koma pöntuninni til brouwland og fá afgreitt til Íslands.

Þeir sem ekki hafa fengið svar við sinni pöntun vinsamlegast sendið línu á pontun.fagun@gmail.com og ég kíki á málið.

Síðasti séns að greiða fyrir pöntunina á morgun, þeir sem ekki hafa greitt fyrir 16:00 á morgun verða felldir út úr heildarpöntuninni.
Arnar
Bruggkofinn
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by hrafnkell »

Má nokkuð forvitnast um hvað þetta endaði í mörgum pöntunum? :)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Idle »

hrafnkell wrote:Má nokkuð forvitnast um hvað þetta endaði í mörgum pöntunum? :)
Já, það væri gaman að fá einhverjar tölur til að reyna að gera sér hugmynd um umfang félagsins. Fjöldi pantana, heildarupphæð, og dreifing á milli landshluta koma strax til hugar.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Ég skal taka saman einhverjar skemmtilegar tölur í kvöld - er með þetta allt heima.

Nokkrir punktar sem koma upp í hugann:

Vestfjarðadeildin er að koma sterk inn þessa dagana, greinilega gróska fyrir vestan í brugguninni.

Margir pöntuðu myllu til að mala kornið sitt.

Mikið magn af korni var pantað. Það verður örugglega gaman á mánudagsfundunum í vetur :)

Einhverjir keyptu efni í ostagerð, en flestir keyptu efni fyrir bjórgerð.
Arnar
Bruggkofinn
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Nokkrar áhugahverðar staðreyndir:

Pantanir frá 28 einstaklingum
Heildarfjárhæð er tæplega 4000 EUR
Heildarþyngd verður uþb 1 tonn
Þar af er pale ale uþb 1/2 tonn
SAFALE US-05 var vinsælt og 49 pakkar keyptir
SAFALE S-04 og SAFLAGER S-23 var líka vinsælt
Af humlum var Cascade vinsælast en East Kent Goldins og Amarillo komu fast á hælum Cascade.
5 myllur voru pantaðar

Ég get ekki brotið þetta niður á landsfjórðunga en stórar pantanir komu frá vestfjarðadeildinni og veit ég af nokkrum nýjum aðilum þar.

Það er ljóst að grundvöllur er fyrir því að vera með slíkar hóppantanir og vonandi að í framtíðinni að við getum komið okkur upp sjálfvirku kerfi (einhver?) til að auðvelda allan innslátt og fyrirbyggja villur.
Arnar
Bruggkofinn
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Sgo... það eru til fullt af "web shopping" kerfum, en ég held að það sé of mikil fyrirhöfn að koma öllum vörum inn í það og halda því við - án þess að vilja alhæfa um það.

Það er spurning að vera með semi-automatic system. Allavega koma því þannig við að "skráningarformið" sem fólk notar verði eins fyrir alla. Það einfaldar úrvinnsluna væntanlega töluvert ef að allar skráningar koma inn á sama formati.

Hvort sem skráningarformið "þekkir" vörunúmerin eða ekki - eða þekkir kannski allavega það sem mest er notað (humlar/korn/ger/?) - þá væri hægt að útbúa slíkt og það myndi hjálpa - en ég hef ekki tíma og ætla ekki að lofa mér í slíkt. sorry.

Ég held allavega að það væri klárlega málið að gefa út excel skjal til útfyllingar næst, það gæti haft formúlu með t.d. þeirri upphæð sem greiða skal sem staðfestingu og áætlaðan heildarkostnað svo að ekki þarf að vasast í því að senda slíka pósta út heldur ætti slíkt að liggja fyrir. Ég myndi algjörlega treysta mér í að koma slíku skjali saman.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by valurkris »

Panntaði vínkjallarinn eithvað af þessu algengasta til að hafa á lager hjá sér, s.s grunnmalt og þurrger
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Classic »

valurkris wrote:Panntaði vínkjallarinn eithvað af þessu algengasta til að hafa á lager hjá sér, s.s grunnmalt og þurrger
+1, og vil bæta DME við upptalninguna :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply