Search found 7 matches

by Steini
24. Feb 2010 17:51
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Vandamál með kælispíral
Replies: 29
Views: 49628

Re: Vandamál með kælispíral

Sælir drengir, Þið þurfið ekki að silfursjóða á þessi rör nippil til að festa stút á endana. Þið fáið ykkur fittings sem kallast lauskóna og er með ró og lausum kón sem þið herðið upp á rörið með skiptilykli. Ef þið eruð með mjúk eirrör þá verðið þið að fá það sem kallast innlegg í rörið til að það ...
by Steini
24. Feb 2010 14:42
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: gerbankinn opnar
Replies: 17
Views: 11996

Re: gerbankinn opnar

Sælirnú,

Var að fá:
WLP 800 White Labs Yeast (Pilsner Lager)
WLP 802 White Labs Yeast (Czech Budejovice)
WLP 830 White Labs Yeast (German Lager)

Hringdu í mig ef þú vilt taka sýni fyrir bankann

Kv,
Steini 899-8898
by Steini
13. Jan 2010 19:42
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýr maður
Replies: 8
Views: 9025

Re: Nýr maður

Held spurningum mínum áfram í rétta spjallinu,
Takk fyrir góðar móttökur drengir mínir.

Kv,
Steini
by Steini
12. Jan 2010 20:59
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: Gefins - ónýtur ísskápur
Replies: 2
Views: 4145

Re: Gefins - ónýtur ísskápur

Hvernig fórstu að því að eyðinleggja ísskápinn? Stakkstu gat á hann við að bræða úr klaka? Það er ekkert mál að laga það.
Yfirleitt er mjög einfalt mál að gera við svona skápa, ég get tekið það að mér í skiptum fyrir eitthvað heimalagað og gott.

Kv,
Steini
by Steini
12. Jan 2010 14:36
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: 120ltr blá síldartunna
Replies: 16
Views: 35433

Re: 120ltr blá síldartunna

Kristfin er alveg með þetta, ég vinn í kæli og frystibransanum og get alveg fullyrt að svona motta sem þú límir á með kontakt lími mun alveg einangra þetta fyllilega. Mæli með mottum 13mm þykkri og yfirleitt eru þær 50x200cm eða 1 fermeter. Við notum yfirleitt á rörin 9 eða 13mm einangunarhólka úr s...
by Steini
12. Jan 2010 14:16
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýr maður
Replies: 8
Views: 9025

Re: Nýr maður

Þakka góðar móttökur félagar,

Er að byrja á að koma mér upp nauðsynlegasta búnaði og ef einhver á eitthvað sem er búinn að uppfæra hjá sér, þá má hafa samband.
Annars fannst mér algjört lágmark að skrá mig hér á síðuna fyrst svo mikið af frábærum upplýsingum er að finna hérna.

Kv,
Steini
by Steini
11. Jan 2010 22:45
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Nýr maður
Replies: 8
Views: 9025

Nýr maður

Komið þið sælir allir,

Þorsteinn heiti ég og er búinn að vera að drekka í mig fróðleikinn sem er að finna á þessari síðu. Frábær vettvangur fyrir mann eins og mig sem ekkert veit og ekkert kann í bjórgerð. Vonast til að geta lagt í eitthvað innan skamms.

Kv,
Steini